Erfið vika í vændum hjá Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 15:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. Í kvöld heldur þingnefnd sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og aðdraganda hennar sinn síðasta opna fund. Á þessum fundi munu þingmenn fara yfir rannsókn þeirra og það hvort nefndin muni leggja til að Trump verði ákærður vegna árásarinnar, þar sem stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Í frétt Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar muni greiða atkvæði um það hvort stungið verði upp á ákæru eða ekki. Nefndin hefur varið átján mánuðum í að rannsaka árásina, fara yfir gögn og ræða við fjölmörg vitni. Leggi nefndin til að ákæra Trump verður það forsvarsmanna Dómsmálaráðuneytisins að ákveða hvort tilefni sé til eða ekki. Sjá einnig: Búist við ákæru á hendur Trump vegna árasar á þinghúsið Búist er við því að nefndin muni greiða atkvæði um þrjár mögulegar ákærur. Ein snýr að því að koma í veg fyrir störf þingsins og önnur að samsæri gegn Bandaríkjunum. Sú þriðja snýr að uppreisn. Tveir Repúblikanar eru í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Bæði eru andstæðingar Trumps innan flokksins. Kinzinger er að hætta á þingi og Cheney tapaði í forvali flokksins í Wyoming fyrir nýyfirstaðnar þingkosningar. Sjá einnig: Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Áhugsamir munu geta fylgst með nefndarfundinum í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan sex að íslenskum tíma. Skýrsla og skattskýrslur Nefndin mun svo á miðvikudaginn birta skýrslu um rannsókn hennar og vitnaleiðslur. Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar hafi deilt við skrif skýrslunnar. Þau Liz Cheney og Stephanie Murphy hafi til að mynda rifist um það hve mikla áherslu ætti að leggja á Trump. Cheney er sögð hafa vilja leggja alla áherslu á forsetann fyrrverandi. Á þriðjudaginn mun önnur þingnefnd fulltrúadeildarinnar funda um Trump. Þar verður rætt hvað gera eigi við sex ára skattaskýrslur Trumps sem nefndin fékk nýverið í hendurnar eftir fjögurra ára baráttu í dómstólum. Í frétt New York Times segir að mögulegt sé að nefndin ákveði að opinbera gögnin en það yrði þá líklegast gert í skömmu fyrir nýtt þingtímabil, því Repúblikanar munu þá taka völdin í fulltrúadeildinni. Repúblikanar stóðu sig mun verr en búist var við í kosningunum og hafa margir meðlimir flokksins kennt Trump um það. Mörgum spjótum beint að Trump Trump lýsti því nýverið yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og vonast til þess að ná kjöri árið 2024. Hann stendur frammi fyrir fjölmörgum dómsmálum um þessar mundir. Má þar nefna rannsókn á vörslu Trumps á háleynilegum gögnum í eigu ríkisins á heimili hans og sveitarklúbbi í Flórída. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Merric Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýverið sérstakan rannsakanda til að halda utan um rannsóknir ráðuneytisins á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Saksóknarar í Georgíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna afskipta hans af framkvæmd kosninganna þar. Þessar rannsóknir sem nefndar eru hér að ofan eru glæparannsóknir en Trump stendur einnig fram fyrir margvíslegum öðrum rannsóknum og dómsmálum. Hann hefur meðal annars verið sakaður um fjársvik í New York og kærður fyrir nauðgun. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. 6. desember 2022 07:03 Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. 4. desember 2022 10:25 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Í kvöld heldur þingnefnd sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og aðdraganda hennar sinn síðasta opna fund. Á þessum fundi munu þingmenn fara yfir rannsókn þeirra og það hvort nefndin muni leggja til að Trump verði ákærður vegna árásarinnar, þar sem stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Í frétt Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar muni greiða atkvæði um það hvort stungið verði upp á ákæru eða ekki. Nefndin hefur varið átján mánuðum í að rannsaka árásina, fara yfir gögn og ræða við fjölmörg vitni. Leggi nefndin til að ákæra Trump verður það forsvarsmanna Dómsmálaráðuneytisins að ákveða hvort tilefni sé til eða ekki. Sjá einnig: Búist við ákæru á hendur Trump vegna árasar á þinghúsið Búist er við því að nefndin muni greiða atkvæði um þrjár mögulegar ákærur. Ein snýr að því að koma í veg fyrir störf þingsins og önnur að samsæri gegn Bandaríkjunum. Sú þriðja snýr að uppreisn. Tveir Repúblikanar eru í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Bæði eru andstæðingar Trumps innan flokksins. Kinzinger er að hætta á þingi og Cheney tapaði í forvali flokksins í Wyoming fyrir nýyfirstaðnar þingkosningar. Sjá einnig: Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Áhugsamir munu geta fylgst með nefndarfundinum í spilaranum hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan sex að íslenskum tíma. Skýrsla og skattskýrslur Nefndin mun svo á miðvikudaginn birta skýrslu um rannsókn hennar og vitnaleiðslur. Washington Post segir að meðlimir nefndarinnar hafi deilt við skrif skýrslunnar. Þau Liz Cheney og Stephanie Murphy hafi til að mynda rifist um það hve mikla áherslu ætti að leggja á Trump. Cheney er sögð hafa vilja leggja alla áherslu á forsetann fyrrverandi. Á þriðjudaginn mun önnur þingnefnd fulltrúadeildarinnar funda um Trump. Þar verður rætt hvað gera eigi við sex ára skattaskýrslur Trumps sem nefndin fékk nýverið í hendurnar eftir fjögurra ára baráttu í dómstólum. Í frétt New York Times segir að mögulegt sé að nefndin ákveði að opinbera gögnin en það yrði þá líklegast gert í skömmu fyrir nýtt þingtímabil, því Repúblikanar munu þá taka völdin í fulltrúadeildinni. Repúblikanar stóðu sig mun verr en búist var við í kosningunum og hafa margir meðlimir flokksins kennt Trump um það. Mörgum spjótum beint að Trump Trump lýsti því nýverið yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og vonast til þess að ná kjöri árið 2024. Hann stendur frammi fyrir fjölmörgum dómsmálum um þessar mundir. Má þar nefna rannsókn á vörslu Trumps á háleynilegum gögnum í eigu ríkisins á heimili hans og sveitarklúbbi í Flórída. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Merric Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýverið sérstakan rannsakanda til að halda utan um rannsóknir ráðuneytisins á Trump vegna árásarinnar á þinghúsið og tilrauna hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Saksóknarar í Georgíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna afskipta hans af framkvæmd kosninganna þar. Þessar rannsóknir sem nefndar eru hér að ofan eru glæparannsóknir en Trump stendur einnig fram fyrir margvíslegum öðrum rannsóknum og dómsmálum. Hann hefur meðal annars verið sakaður um fjársvik í New York og kærður fyrir nauðgun.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19 Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. 6. desember 2022 07:03 Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. 4. desember 2022 10:25 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
De Santis með forskot á Trump Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum bendir til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Florída hafi nú verulegt forskot á Donald Trump, fyrrverandi forseta, í kapphlaupinu um útnefningu Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar sem fram fara að ári. 14. desember 2022 07:19
Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. 6. desember 2022 07:03
Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. 4. desember 2022 10:25
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02
Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30