Þór Þorlákshöfn sýndu loks hvað í þeim býr þegar liðið pakkaði Stjörnunni saman í Þorlákshöfn í 10. umferð Subway deildar karla í körfubolta.
Segja má að Styrmir Snær Þrastarson hafi stolið senunni með tveimur frábærum troðslum með örskömmu milli bili. Hann stal boltanum og tróð með tilþrifum. Strax í næstu sókn unnu Þórsarar boltann og endaði það með því að Styrmir tróð aftur.
Voru það valin bestu og næstbestu tilþrif umferðarinnar. Í fyrsta skipti sem einn og sami leikmaðurinn á tvö bestu tilþrifin. Sjá má topp 10 listann hér að neðan.