Viðskipti innlent

Arion banki hækkar vexti

Árni Sæberg skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar

Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag.

Með vaxtahækkun Arion banka hafa allir stóru bankarnir þrír hækkað inn- og útlánavexti. Landsbankinn reið á vaðið og hækkaði vexti frá og með 12. desember og Íslandsbanki hækkaði vexti frá og með 19. desember. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í sex prósent fyrir tæplega einum mánuði.

Í tilkynningu á vef Arion banka segir að breytilegir vextir þegar veittra lána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu nema yfirdráttalán og innlán sem taki breytingum samdægurs. Öll ný útlán beri nýju vextina.

Breytingar eru eftirfarandi:

Óverðtryggð íbúðalán

  • Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 7,84%
  • Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir eru óbreyttir og eru áfram 7,75%

Kjörvextir

  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,25 prósentustig.

Yfirdráttur og greiðsludreifing

  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig

Bílalán

  • Kjörvextir bílalána hækka um 0,25 prósentustig.

Innlán

  • Breytilegir óverðtryggðir vextir sparnaðarreikninga hækka um allt að 0,35 prósentustig. Vextir veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig.

Tengdar fréttir

Lands­bankinn hækkar vexti

Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. 

Ís­lands­banki hækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti frá og með mánudeginum 19. desember næstkomandi. Breytingarnar tala gildi í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig, úr 5,75 prósent í sex prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×