Lífið

Vaknaði við reyk og bruna­lykt: „Reyk­skynjari inn í svefn­her­bergi næst á dag­skrá“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kristjana Arnarsdóttir minnir fólk á mikilvægi reykskynjarans.
Kristjana Arnarsdóttir minnir fólk á mikilvægi reykskynjarans.

Fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir vaknaði við miður skemmtilegt atvik í nótt. Símahleðslutæki hennar hafði ofhitnað og bráðnað með þeim afleiðingum að hún vaknaði við reyk og brunalykt.

Kristjana segir frá atvikinu á Instagram síðu sinni. Þar segist hún veri sérstaklega hissa í ljósi þess að sími hennar hafi ekki einu sinni verið í hleðslu.

„Það var ekkert að þessari snúru áður en þetta gerðist. Reykskynjari inn í svefnherbergi næst á dagskrá,“ skrifar Kristjana en ef hún hefði ekki vaknað við lyktina hefði getað farið verr.

Atvikið undirskrikar mikilvægi þess að vera með reykskynjara í hverju rými, sérstaklega yfir hátíðirnar þegar ljós og kerti eru allsráðandi. Þá er þetta einnig góð áminning um að taka raftæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.

Símahleðslutæki Kristjönu ofhitnaði og bráðnaði.Instagram

Tengdar fréttir

Haraldur Franklín og Kristjana selja en ætla ekki langt

Golfarinn Haraldur Franklín og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eru að breyta til eftir að dóttir þeirra Rósa Björk kom í heiminn í sumar. Þau ætla að skipta um heimili en ætla ekki að fara langt og halda sig innan hverfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×