Vonar að hreyfingin geti staðið þéttar saman fyrir næstu samninga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2022 19:39 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur félagsmenn sína hafa tekið upplýsta ákvörðun. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í VR, Landssambandi verslunarmanna og samfloti iðn- og tæknimanna hefur samþykkt skammtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR bindur vonir við að Efling nái að semja sem fyrst og að hreyfingin standi þéttar saman fyrir næstu samninga. Alls greiddu tæplega 82 prósent félagsmanna atkvæði með samningi VR við Samtök atvinnulífsins, sem var undirritaður í síðustu viku. Af tæplega 40 þúsund félagsmönnum greiddi um fjórðungur atkvæði, sem er metþátttaka. Þá var samningur VR við Félag atvinnurekenda einnig samþykktur í dag. Ríflega 39 þúsund voru á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðsluna um samning VR við SA.Grafík/Sara Rut Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir niðurstöðuna hafa verið mjög afgerandi en sjálfur hafði hann sagt eftir undirritun í síðustu viku að þau hafi ekki komist lengra í viðræðunum. „Ég held að okkar fólk hafi alveg vitað í hvaða fasa við værum að fara ef að þessi samningur yrði felldur, það er að segja að fara þá í að gera atlögu að lengri samningi með tilheyrandi átökum. Þannig ég held að fólk hafi bara tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Ragnar. Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu samþykktu sinn samning fyrr í vikunni með afgerandi meirihluta en alls er þar um að ræða um 72 þúsund manns og eru því tvö stærstu félögin komin með samninga. Af þeim um það bil 224 þúsund manns sem eru á vinnumarkaði, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, eru meira en helmingur félagar í Starfsgreinasambandinu, VR og Eflingu.Grafík/Sara Rut Þriðja stærsta félagið, Efling, hefur ekki enn náð að semja fyrir sína félagsmenn, sem voru að meðaltali 26 þúsund talsins í fyrra. Meira en helmingur allra sem eru á vinnumarkaði eiga aðild að þessum þremur verkalýðsfélögum. Ragnar segir þungt að horfa á eftir félögum sínum með ókláraðan samning en Efling fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun með nýju tilboði. „Mín von er bara sú að hreyfingin geti staðið þéttar saman í aðdraganda næstu kjarasamninga eða langtímasamnings. Ég vona bara að það gangi eftir og ég vona að Efling nái að landa góðum samningi fyrir sitt fólk eins fljótt og hægt er,“ segir Ragnar. Stjórnvöld geti auðveldað næstu samninga með því að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði og setja neyðarlög á leigumarkaði. Þörf sé á neyðaraðgerðum þar sem óvissan sé áfram mikil hjá fólkinu í landinu. „Þarna hefði ég viljað sjá stjórnvöld stíga sterkara inn í og okkur í verkalýðshreyfingunni mynda meiri þrýsting. Þetta eru stóru viðfangsefnin en eina óvissan sem er í atvinnulífinu er bara hversu mikið meiri hagnaðurinn verður í ár miðað við metárið í fyrra,“ segir Ragnar. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21. desember 2022 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 21. desember 2022 14:56 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. 16. desember 2022 17:45 „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Alls greiddu tæplega 82 prósent félagsmanna atkvæði með samningi VR við Samtök atvinnulífsins, sem var undirritaður í síðustu viku. Af tæplega 40 þúsund félagsmönnum greiddi um fjórðungur atkvæði, sem er metþátttaka. Þá var samningur VR við Félag atvinnurekenda einnig samþykktur í dag. Ríflega 39 þúsund voru á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðsluna um samning VR við SA.Grafík/Sara Rut Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir niðurstöðuna hafa verið mjög afgerandi en sjálfur hafði hann sagt eftir undirritun í síðustu viku að þau hafi ekki komist lengra í viðræðunum. „Ég held að okkar fólk hafi alveg vitað í hvaða fasa við værum að fara ef að þessi samningur yrði felldur, það er að segja að fara þá í að gera atlögu að lengri samningi með tilheyrandi átökum. Þannig ég held að fólk hafi bara tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Ragnar. Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu samþykktu sinn samning fyrr í vikunni með afgerandi meirihluta en alls er þar um að ræða um 72 þúsund manns og eru því tvö stærstu félögin komin með samninga. Af þeim um það bil 224 þúsund manns sem eru á vinnumarkaði, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, eru meira en helmingur félagar í Starfsgreinasambandinu, VR og Eflingu.Grafík/Sara Rut Þriðja stærsta félagið, Efling, hefur ekki enn náð að semja fyrir sína félagsmenn, sem voru að meðaltali 26 þúsund talsins í fyrra. Meira en helmingur allra sem eru á vinnumarkaði eiga aðild að þessum þremur verkalýðsfélögum. Ragnar segir þungt að horfa á eftir félögum sínum með ókláraðan samning en Efling fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun með nýju tilboði. „Mín von er bara sú að hreyfingin geti staðið þéttar saman í aðdraganda næstu kjarasamninga eða langtímasamnings. Ég vona bara að það gangi eftir og ég vona að Efling nái að landa góðum samningi fyrir sitt fólk eins fljótt og hægt er,“ segir Ragnar. Stjórnvöld geti auðveldað næstu samninga með því að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði og setja neyðarlög á leigumarkaði. Þörf sé á neyðaraðgerðum þar sem óvissan sé áfram mikil hjá fólkinu í landinu. „Þarna hefði ég viljað sjá stjórnvöld stíga sterkara inn í og okkur í verkalýðshreyfingunni mynda meiri þrýsting. Þetta eru stóru viðfangsefnin en eina óvissan sem er í atvinnulífinu er bara hversu mikið meiri hagnaðurinn verður í ár miðað við metárið í fyrra,“ segir Ragnar.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21. desember 2022 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 21. desember 2022 14:56 86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51 Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. 16. desember 2022 17:45 „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Félagsmenn RSÍ samþykktu kjarasamning Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins í dag. 21. desember 2022 15:22
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. 21. desember 2022 14:56
86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. 19. desember 2022 13:51
Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. 16. desember 2022 17:45
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23