Segir víða hægt að spara meira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Vísir/Egill Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi frá því í sumar lagt áherslu á aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Eitthvað af þeim aðgerðum sem ráðist hafi verið í hjá hinu opinbera hafi gengið eftir en ljóst sé að enn þurfi að auka aðhaldið. Bjarni hefur óskað eftir því að stofnanir leiti enn frekari leiða til að hagræða hjá sér. „Þetta eru skilaboð til stofnananna sem fá þá fjárveitingarbréf um áramótin um umbótaverkefni og leiðir til að hagræða í ríkisrekstrinum. Það er viðvarandi verkefni. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að útgjaldaliður ríkissjóðs helst í hendur við launaþróun þar sem stór útgjaldaliður er bara laun. En það er mjög víða hægt að gera betur alveg eins og hjá sveitarfélögunum. Hann segir að í einhverjum tilvikum verði ekki ráðið í stöður þeirra sem hætta. „Við þurfum að leita allra leiða til að auka skilvirkni. Það þarf ekki endilega að þýða að fólki verði sagt upp. Það kannski verður til þess að það verði óþarfi að ráða í framtíðinni sem ella hefði orðið niðurstaðan. Það sem skiptir máli er að halda aftur af fjölgun eða útgjaldaaukningu þar sem að við einfaldlega getum gert betur með nýjum aðferðum. Tökum sem dæmi stafrænt Ísland. Það er hagræðingarverkefni í aðra röndina en fjárfesting í hina,“ segir Bjarni að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58