Laus úr viðjum ofsakvíða og krónískra verkja og hjálpar nú öðrum sarapalsdottir.is 28. desember 2022 10:50 Lögmaðurinn og dáleiðarinn Sara Pálsdóttir glímdi við fíkn, ofsakvíða og króníska verki árum saman áður en hún fann lausn sinna mála og lifir nú heilbrigðu lífi. Hún hjálpar nú öðrum að ná sama árangri. „Ef við eigum í óheilbrigðu sambandi við okkur sjálf getum við orðið veik. Við getum ekki flúið undan okkur sjálfum,“ segir Sara Pálsdóttir lögmaður og dáleiðari. Sara var sjálf djúpt sokkin í alkóhólisma og glímdi við mikla vanlíðan áður en hún fann lausn sinna mála. Hún hvetur fólk til þess að staldra við og líta inn á við. Það sé til lausn frá kvíða og andlegri vanlíðan og hennar saga geti verið öðrum innblástur og von. „Frá unga aldri glímdi ég við mikla vanlíðan. Ég byrjaði ung að drekka og sýna af mér áhættuhegðun. Ég glímdi við átröskun og kvíða og ástandið versnaði með árunum. Árið 2012 var ég komin í alvarleg veikindi með minn fíknisjúkdóm og fór í meðferð,“ segir Sara. Hún átti þó enn langt í land. Á myndinni er Sara á ferðalagi í SIngapore árið 2011. „Þá var ég í alvarlegri dagdrykkju og var undir áhrifum nánast alla ferðina." „Edrú glímdi ég enn við alvarlegan kvíða og brotna sjálfsmynd. Stundum vaknaði ég upp á næturnar í ofsakvíðakasti, svo slæmu að ég þurfti að hringja í hjúkrunarvakt og tala við einhvern til að ná mér niður. Kvíðinn litaði allt mitt líf, hvert sem ég fór og hvar sem ég var upplifði ég ótta og óöryggi. Ég beitti sjálfa mig ofbeldi með neikvæðu sjálfsniðurrifi án þess að átta mig á því. Ég skildi ekki hvað gekk að mér. Ekkert í lífsstílnum gaf til kynna að ég ætti að vera svona veik. Ég var hætt að drekka, hreyfði mig reglulega og hafð náð tökum á átröskuninni en samt glímdi ég við kvíða, var orkulaus, alltaf þreytt og var undirlögð af óbærilegum krónískum verkjum. Verkirnir voru í baki, hálsi, herðum og kjálkum og ég var með króníska vöðvabólgu. Ég leitaði allra leiða sem mér datt til hugar, fór til sálfræðings, sjúkraþjálfara, í nálastungur, til Osteopata, Kýrópraktors, bitkjálkasérfræðings og fór reglulega í nudd. Heimilislæknir gaf mér vöðvaslakandi verkjatöflur sem gerðu lítið fyrir mig. Öll þessi úrræði voru enda einungis til þess að reyna að draga úr einkennum svo ég gæti lifað með þeim, lifað með kvíðanum. Ekkert af þessu fjarlægði rætur vandans. Enginn gat sagt mér af hverju mér leið svona illa eða af hverju ég var svona verkjuð. Ég keyrði mig áfram á hnefunum þar til ég fór í algjört þrot,“ segir Sara. ,,Ég var farin að óttast að verða öryrki þar sem ég átti orðið mjög erfitt með að vinna heilan vinnudag vegna þreytu, verkja og kvíða“. Sara með drengjunum sínum tveimur. „Ég er heilbrigð, sjálfsörugg og líður vel í eigin skinni, er orkumikil og glöð." Leiðin að bata „Í algerri örvæntingu fór ég að stunda hugleiðslu með þeim ásetningi að fá bata. Á hverjum morgni píndi ég mig til að setjast niður og hugleiða í 5 mínútur með fókus á bata og frelsi. Eitt af því sem háði mér var að hugurinn var stjórnlaus og ég fann enga ró innra með mér en ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri ein af rótum vandans. Nú tók ég að hugleiða í fimm mínútur á hverjum morgni og þá hófst stórkostlegt bataferðalag. Ég las allar bækur sem ég komst yfir um undirmeðvitundina og mátt hugans og fór í dáleiðslunám og lærði heilun. Eftir 10 mánuði með daglegri hugleiðslu hafði ég fengið 80% frelsi frá öllu sem plagaði mig og í dag er ég algjörlega frjáls. Ég er heilbrigð, sjálfsörugg og líður vel í eigin skinni, er orkumikil og glöð,“ Í framhaldi fékk ég sýn um að ég yrði að hjálpa öðrum að fá frelsi og ég hef síðan þá verið að gera það með mjög góðum árangri.“ Sara hvetur fólk til þess að staldra við og líta inn á við. Það sé til lausn frá kvíða og andlegri vanlíðan og hennar saga geti verið öðrum innblástur og von. Þrjár meginrætur vandans Sara lærði í framhaldinu sjálf dáleiðslu og orkuheilun og hefur hjálpað fjölda fólks að „fá frelsi frá kvíða, þunglyndi, síþreytu, krónískum verkjum, ofl. neikvæðum einkennum“ eins og hún orðar það. Hún segir þrjár meginrætur á bak við krónísk einkenni eins og hún glímdi sjálf við. „Í fyrsta lagi er það sambandið sem við eigum við okkur sjálf. Án þess að átta mig á því hafði ég glímt við sjálfshatur en það getur m.a. birst í sjálfsásökunum, sjálfsniðurrifi og kvíða. Óheilbrigt samband við okkur sjálf leiðir af sér mikinn sársauka og aftengingu, og maður fer að reyna að flýja undan sjálfum sér. Maður veður yfir sín eigin mörk og fíkn er t.d. ein birtingarmynd þessa flótta frá sjálfum okkur. Önnur einkenni þess að eiga óheilbrigt samband við sjálfan sig er kvíði, lágt sjálfsmat, þunglyndi, meðvirkni, neikvætt sjálfsniðurrif t.d. Neikvætt sjálfsniðurrif er andlegt ofbeldi og ef maður er í ofbeldissambandi við sjálfan sig þá gefur auga leið að maður getur ekki verið heilbrigður og frjáls. Í öðru lagi er það uppsöfnuð neikvæð orka. Í mínu tilfelli var líkaminn uppfullur af neikvæðri orku. Þegar við lendum í áföllum myndast kvíði, vonleysi og sorg og það er allt orka. Þegar við náum ekki að vinna úr þessum áföllum þá festist þessi orka gjarnan innra með okkur. Merki þessa er hnútur í maga, þyngsli yfir bringu, vöðvabólga, spenna, verkir ofl. í líkamanum. Þriðja rótin er óheilbrigt hugarfar. Þeir sem glíma við síþreytu eru með stjórnlaust hugarfar og fá aldrei hvíld í huganum. Þeir sem eru með kvíða eru með kvíða hugarfar. ,,Eitthvað hræðilegt er að fara að gerast, ég er að veikjast, aðrir eru að dæma mig, ég er í hættu, osfrv.“ Hver hugsun er orka og ef við erum með stöðugar streituhugsanir, óttahugsanir og óöryggishugsanir eða neikvætt sjálfsniðurrif þá erum við að framleiða þannig orku innra með okkur og þá líður okkur mjög illa. Markmið mitt er að koma þessum upplýsingum á framfæri til fólks, að það sé til von, að það geti allir fengið frelsi. Til þess að fá frelsi þarf í fyrsta lagi að fjarlægja rætur vandans – þar er dáleiðsla mjög öflugt tól og í öðru lagi að öðlast heilbrigt hugarfar, en til þess þarf þjálfun og verkfæri “ segir Sara en hún býður upp á námskeiðin „Frelsi frá kvíða“ á netinu, sem hjálpa fólki að gera nákvæmlega þetta. Sara lærði mannréttindalögfræði í Amsterdam og tók meistaragráðu sína þar. „Ég fékk réttindi sem landsréttarlögmaður í fyrravor, um sömu mundir hafði ég tekið ákvörðun um að hætta í lögmennsku og snúa mér alfarið að dáleiðslunni, námskeiðunum mínum og fyrirlestrum." Ég er að hætta í lögmennsku til að snúa mér algerlega að því að hjálpa fólki að fá frelsi. Ég er með ókeypis fyrsta viðtal á zoom eða í síma, einkatíma auk námskeiðin mín sem eru á netinu. Markmið skjólstæðinga minna er algert frelsi frá því sem er að plaga þá og í hverri viku sé ég fólk sigra kvíða, þunglyndi, síþreytu, verki og önnur neikvæð einkenni. Hvernig virka námskeiðin? „Námskeiðið er á netinu og hefur að geyma blöndu af dáleiðslum (hljóðupptökum), fyrirlestrum og þjálfun. Í reynd hefur það að geyma allt sem færði mér mitt frelsi. Fólk hlustar á dáleiðslur a.m.k. einu sinni á dag sem vinna á rótum vandans. Þegar hlustað er daglega byrjar fólk fljótt að fá betri líðan og finna létti. Fræðslan er í myndbandaformi og einföldum verkefnum sem kenna fólki áhrifarík tæki og tól til að stýra hugsunum sínum og þannig stýra líðan sinni (orku). Í námskeiðinu eru t.d. fyrirlestrar og dáleiðslur sem heitir ,,frelsi frá áföllum“ og ,,að öðlast heilbrigt sjálfstraust“. Svo er eftirfylgni í hóp á facebook þar sem fólk fær upprifjun og hvatningu. Eftir að viðkomandi hefur klárað þetta prógramm kemur hann eða hún í 1-2 einkatíma til að moka burt þeim rótum sem enn sitja eftir. Þetta er formúla sem fólk fylgir eftir og þá fær það frelsi,“ segir Sara og formúlan er greinilega að skila árangri. Hér eru umsagnir fólks sem fengið hefur bata eftir að hafa sótt námskeiðin hjá Söru: „..Ég hefði ekki órað fyrir hversu skjótt árangurinn færi að sjást eftir að ég byrjaði í námskeiðinu hjá Söru, strax á fyrstu vikunum þá fann ég markverðan mun og núna rúmum mánuði seinn er ég á allt öðrum stað í ífinu…“ ,,...á aðeins 2 vikum finn ég, sé og upplifi gríðarlegan mun á andlegri líðan minni og líkamlegri líðan...“ „…Þetta prógramm hefur gersamlega breytt öllu fyrir mig! Eftir allt sem á undan er gengið og þann stað sem ég var komið á þá sá ég ekki fram á bjartari tíma. Þetta námskeið birtist á hárréttum tíma fyrir mig, ég get talað og sagt mína skoðun á þess að fara í kerfi… ég er hætt að rakka mig niður og ofhugsa allt... ég er öruggari með sjálfa mig“ „…Ég var fljót að finna minnkandi kvíða, eiginlega bara strax á fyrstu vikunni…“ „…Eftir þrjá mánuði með hugleiðslu alla daga og nota verkfærin sem Sara býður upp á hefur kvíðin nánast horfið, svefninn snar batnað, orkan og krafturinn aftur komin…“ Frelsi frá kvíða – opin grúppa á facebook Sara heldur úti opinni síðu á facebook sem heitir „Frelsi frá kvíða – ókeypis fræðsla og dáleiðslur“ fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hennar prógramm. Fyrsta spjallið er ókeypis og unnt er að bóka slíka í gegn um sara@lausnir.is. Heilsa Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Sara var sjálf djúpt sokkin í alkóhólisma og glímdi við mikla vanlíðan áður en hún fann lausn sinna mála. Hún hvetur fólk til þess að staldra við og líta inn á við. Það sé til lausn frá kvíða og andlegri vanlíðan og hennar saga geti verið öðrum innblástur og von. „Frá unga aldri glímdi ég við mikla vanlíðan. Ég byrjaði ung að drekka og sýna af mér áhættuhegðun. Ég glímdi við átröskun og kvíða og ástandið versnaði með árunum. Árið 2012 var ég komin í alvarleg veikindi með minn fíknisjúkdóm og fór í meðferð,“ segir Sara. Hún átti þó enn langt í land. Á myndinni er Sara á ferðalagi í SIngapore árið 2011. „Þá var ég í alvarlegri dagdrykkju og var undir áhrifum nánast alla ferðina." „Edrú glímdi ég enn við alvarlegan kvíða og brotna sjálfsmynd. Stundum vaknaði ég upp á næturnar í ofsakvíðakasti, svo slæmu að ég þurfti að hringja í hjúkrunarvakt og tala við einhvern til að ná mér niður. Kvíðinn litaði allt mitt líf, hvert sem ég fór og hvar sem ég var upplifði ég ótta og óöryggi. Ég beitti sjálfa mig ofbeldi með neikvæðu sjálfsniðurrifi án þess að átta mig á því. Ég skildi ekki hvað gekk að mér. Ekkert í lífsstílnum gaf til kynna að ég ætti að vera svona veik. Ég var hætt að drekka, hreyfði mig reglulega og hafð náð tökum á átröskuninni en samt glímdi ég við kvíða, var orkulaus, alltaf þreytt og var undirlögð af óbærilegum krónískum verkjum. Verkirnir voru í baki, hálsi, herðum og kjálkum og ég var með króníska vöðvabólgu. Ég leitaði allra leiða sem mér datt til hugar, fór til sálfræðings, sjúkraþjálfara, í nálastungur, til Osteopata, Kýrópraktors, bitkjálkasérfræðings og fór reglulega í nudd. Heimilislæknir gaf mér vöðvaslakandi verkjatöflur sem gerðu lítið fyrir mig. Öll þessi úrræði voru enda einungis til þess að reyna að draga úr einkennum svo ég gæti lifað með þeim, lifað með kvíðanum. Ekkert af þessu fjarlægði rætur vandans. Enginn gat sagt mér af hverju mér leið svona illa eða af hverju ég var svona verkjuð. Ég keyrði mig áfram á hnefunum þar til ég fór í algjört þrot,“ segir Sara. ,,Ég var farin að óttast að verða öryrki þar sem ég átti orðið mjög erfitt með að vinna heilan vinnudag vegna þreytu, verkja og kvíða“. Sara með drengjunum sínum tveimur. „Ég er heilbrigð, sjálfsörugg og líður vel í eigin skinni, er orkumikil og glöð." Leiðin að bata „Í algerri örvæntingu fór ég að stunda hugleiðslu með þeim ásetningi að fá bata. Á hverjum morgni píndi ég mig til að setjast niður og hugleiða í 5 mínútur með fókus á bata og frelsi. Eitt af því sem háði mér var að hugurinn var stjórnlaus og ég fann enga ró innra með mér en ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri ein af rótum vandans. Nú tók ég að hugleiða í fimm mínútur á hverjum morgni og þá hófst stórkostlegt bataferðalag. Ég las allar bækur sem ég komst yfir um undirmeðvitundina og mátt hugans og fór í dáleiðslunám og lærði heilun. Eftir 10 mánuði með daglegri hugleiðslu hafði ég fengið 80% frelsi frá öllu sem plagaði mig og í dag er ég algjörlega frjáls. Ég er heilbrigð, sjálfsörugg og líður vel í eigin skinni, er orkumikil og glöð,“ Í framhaldi fékk ég sýn um að ég yrði að hjálpa öðrum að fá frelsi og ég hef síðan þá verið að gera það með mjög góðum árangri.“ Sara hvetur fólk til þess að staldra við og líta inn á við. Það sé til lausn frá kvíða og andlegri vanlíðan og hennar saga geti verið öðrum innblástur og von. Þrjár meginrætur vandans Sara lærði í framhaldinu sjálf dáleiðslu og orkuheilun og hefur hjálpað fjölda fólks að „fá frelsi frá kvíða, þunglyndi, síþreytu, krónískum verkjum, ofl. neikvæðum einkennum“ eins og hún orðar það. Hún segir þrjár meginrætur á bak við krónísk einkenni eins og hún glímdi sjálf við. „Í fyrsta lagi er það sambandið sem við eigum við okkur sjálf. Án þess að átta mig á því hafði ég glímt við sjálfshatur en það getur m.a. birst í sjálfsásökunum, sjálfsniðurrifi og kvíða. Óheilbrigt samband við okkur sjálf leiðir af sér mikinn sársauka og aftengingu, og maður fer að reyna að flýja undan sjálfum sér. Maður veður yfir sín eigin mörk og fíkn er t.d. ein birtingarmynd þessa flótta frá sjálfum okkur. Önnur einkenni þess að eiga óheilbrigt samband við sjálfan sig er kvíði, lágt sjálfsmat, þunglyndi, meðvirkni, neikvætt sjálfsniðurrif t.d. Neikvætt sjálfsniðurrif er andlegt ofbeldi og ef maður er í ofbeldissambandi við sjálfan sig þá gefur auga leið að maður getur ekki verið heilbrigður og frjáls. Í öðru lagi er það uppsöfnuð neikvæð orka. Í mínu tilfelli var líkaminn uppfullur af neikvæðri orku. Þegar við lendum í áföllum myndast kvíði, vonleysi og sorg og það er allt orka. Þegar við náum ekki að vinna úr þessum áföllum þá festist þessi orka gjarnan innra með okkur. Merki þessa er hnútur í maga, þyngsli yfir bringu, vöðvabólga, spenna, verkir ofl. í líkamanum. Þriðja rótin er óheilbrigt hugarfar. Þeir sem glíma við síþreytu eru með stjórnlaust hugarfar og fá aldrei hvíld í huganum. Þeir sem eru með kvíða eru með kvíða hugarfar. ,,Eitthvað hræðilegt er að fara að gerast, ég er að veikjast, aðrir eru að dæma mig, ég er í hættu, osfrv.“ Hver hugsun er orka og ef við erum með stöðugar streituhugsanir, óttahugsanir og óöryggishugsanir eða neikvætt sjálfsniðurrif þá erum við að framleiða þannig orku innra með okkur og þá líður okkur mjög illa. Markmið mitt er að koma þessum upplýsingum á framfæri til fólks, að það sé til von, að það geti allir fengið frelsi. Til þess að fá frelsi þarf í fyrsta lagi að fjarlægja rætur vandans – þar er dáleiðsla mjög öflugt tól og í öðru lagi að öðlast heilbrigt hugarfar, en til þess þarf þjálfun og verkfæri “ segir Sara en hún býður upp á námskeiðin „Frelsi frá kvíða“ á netinu, sem hjálpa fólki að gera nákvæmlega þetta. Sara lærði mannréttindalögfræði í Amsterdam og tók meistaragráðu sína þar. „Ég fékk réttindi sem landsréttarlögmaður í fyrravor, um sömu mundir hafði ég tekið ákvörðun um að hætta í lögmennsku og snúa mér alfarið að dáleiðslunni, námskeiðunum mínum og fyrirlestrum." Ég er að hætta í lögmennsku til að snúa mér algerlega að því að hjálpa fólki að fá frelsi. Ég er með ókeypis fyrsta viðtal á zoom eða í síma, einkatíma auk námskeiðin mín sem eru á netinu. Markmið skjólstæðinga minna er algert frelsi frá því sem er að plaga þá og í hverri viku sé ég fólk sigra kvíða, þunglyndi, síþreytu, verki og önnur neikvæð einkenni. Hvernig virka námskeiðin? „Námskeiðið er á netinu og hefur að geyma blöndu af dáleiðslum (hljóðupptökum), fyrirlestrum og þjálfun. Í reynd hefur það að geyma allt sem færði mér mitt frelsi. Fólk hlustar á dáleiðslur a.m.k. einu sinni á dag sem vinna á rótum vandans. Þegar hlustað er daglega byrjar fólk fljótt að fá betri líðan og finna létti. Fræðslan er í myndbandaformi og einföldum verkefnum sem kenna fólki áhrifarík tæki og tól til að stýra hugsunum sínum og þannig stýra líðan sinni (orku). Í námskeiðinu eru t.d. fyrirlestrar og dáleiðslur sem heitir ,,frelsi frá áföllum“ og ,,að öðlast heilbrigt sjálfstraust“. Svo er eftirfylgni í hóp á facebook þar sem fólk fær upprifjun og hvatningu. Eftir að viðkomandi hefur klárað þetta prógramm kemur hann eða hún í 1-2 einkatíma til að moka burt þeim rótum sem enn sitja eftir. Þetta er formúla sem fólk fylgir eftir og þá fær það frelsi,“ segir Sara og formúlan er greinilega að skila árangri. Hér eru umsagnir fólks sem fengið hefur bata eftir að hafa sótt námskeiðin hjá Söru: „..Ég hefði ekki órað fyrir hversu skjótt árangurinn færi að sjást eftir að ég byrjaði í námskeiðinu hjá Söru, strax á fyrstu vikunum þá fann ég markverðan mun og núna rúmum mánuði seinn er ég á allt öðrum stað í ífinu…“ ,,...á aðeins 2 vikum finn ég, sé og upplifi gríðarlegan mun á andlegri líðan minni og líkamlegri líðan...“ „…Þetta prógramm hefur gersamlega breytt öllu fyrir mig! Eftir allt sem á undan er gengið og þann stað sem ég var komið á þá sá ég ekki fram á bjartari tíma. Þetta námskeið birtist á hárréttum tíma fyrir mig, ég get talað og sagt mína skoðun á þess að fara í kerfi… ég er hætt að rakka mig niður og ofhugsa allt... ég er öruggari með sjálfa mig“ „…Ég var fljót að finna minnkandi kvíða, eiginlega bara strax á fyrstu vikunni…“ „…Eftir þrjá mánuði með hugleiðslu alla daga og nota verkfærin sem Sara býður upp á hefur kvíðin nánast horfið, svefninn snar batnað, orkan og krafturinn aftur komin…“ Frelsi frá kvíða – opin grúppa á facebook Sara heldur úti opinni síðu á facebook sem heitir „Frelsi frá kvíða – ókeypis fræðsla og dáleiðslur“ fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hennar prógramm. Fyrsta spjallið er ókeypis og unnt er að bóka slíka í gegn um sara@lausnir.is.
Heilsa Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira