„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 21:08 Aron Pálmarsson brosti sínu breiðasta þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður FH frá og með næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. Múgur og margmenni var mættur í Kaplakrika í kvöld til að taka á móti hetjunni sem er að snúa aftur til FH eftir 14 ár í atvinnumennsku. Þessi 32 ára gamla skytta segir tilfinninguna hafa verið ótrúlega þegar hann gekk inn í salinn. „Mér líður bara frábærlega. Ég bjóst nú alveg við fólki í Krikann, en ekki alveg svona kannski. Þetta sýnir bara hvað klúbburinn er flottur og þetta er spennandi,“ sagði Aron í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur að undirskriftinni lokinni. Það kom líklega flestum á óvart þegar fréttir fóru að berast af því í morgun að Aron væri á heimleið eftir 14 ára atvinnumannaferil. Aron er enn aðeins 32 ára gamall og á því enn nokkur ár eftir af ferlinum, en hann segir að dóttir hans sem er búsett hér á landi hafi lengi togað í hann. „Ég er alveg búinn að hafa þetta lengi í maganum og alvarlega síðan kannski í sumar eða snemma í haust. Í rauninni hefur þetta aðeins dregið á mig síðan stelpan mín fæddist. Hún náttúrulega býr hérna á Íslandi þannig að það skiptir auðvitað miklu máli.“ „En svo í sumar, eða rétt eftir sumarið, þá fannst mér ég vera að hallast að því að koma heim. Þannig ég hafði bara samband við FH og þá gekk þetta - allavega fyrir mitt leyti - frekar „smooth“. Þannig ég er bara þakklátur FH og auðvitað Álaborg fyrir skilninginn. Þetta endaði bara þannig að þetta kláraðist hérna í dag.“ Þá segir Aron að samtalið við Álaborg hafi verið gríðarlega erfitt. „Ég frestaði því örugglega nokkrum sinnum. Þannig að samtalið í fyrsta lagi var mjög erfitt, en það var léttir þegar það var búið. Svo tók það nokkrar vikur líka að klára að skrifa undir það. Ekki það, við vorum búin að ná samkomulagi, en bara að taka þessa ákvörðun.“ „En innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun. Hún var erfið en að sama skapi líka auðveld finnst mér.“ Eins og Aron segir þá var það hann sem hafði samband við FH að fyrra bragði og leikmaðurinn fer ekkert ofan af því að það var aldrei neitt annað lið sem kom til greina. „Nei. Ég held að flestir viti það að ég myndi aldrei spila með neinu öðru liði á Íslandi þannig ég gaf aldrei færi á mér í eitthvað svoleiðis.“ Þá segir Aron að þrátt fyrir það að ákvörðunin um að koma heim til að vera meira með dóttur sinni hafi í sjálfu sér verið auðveld þá hafi ákvörðunin um að koma heim til að spila handbolta, enn aðeins 32 ára gamall, verið erfið. „Já algjörlega. Við skulum heldur ekkert gleyma því að ég er búinn að búa úti í 14 ár núna og þekki ekkert annað öll mín fullorðinsár. Þannig að það er í mörg hörn að líta og eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að taka langan tíma. Ég er búinn að fara yfir þetta margoft, tala við mitt fólk, utanaðkomandi fólk og ég veit ekki hvað og hvað.“ „En á endanum komst ég alltaf að því að þetta væri besta ákvörðunin fyrir mig og mína. Nú get ég bæði spilað handbolta og eins og ég sagði í yfirlýsingunni minni í dag þá er ég ekkert að koma heim til að enda ferilinn. Ég ætla bara að halda mér á þeim stað sem ég er og eins og með landsliðið og annað þá þarf ég að halda mér í góðu standi. Ég er fyrirliði þeirra og ætla að halda mér þar, þannig ég á nóg eftir,“ sagði FH-ingurinn Aron Pálmarsson. Viðtalið við Aron má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15 Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. 22. desember 2022 19:00 Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. 22. desember 2022 12:00 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Múgur og margmenni var mættur í Kaplakrika í kvöld til að taka á móti hetjunni sem er að snúa aftur til FH eftir 14 ár í atvinnumennsku. Þessi 32 ára gamla skytta segir tilfinninguna hafa verið ótrúlega þegar hann gekk inn í salinn. „Mér líður bara frábærlega. Ég bjóst nú alveg við fólki í Krikann, en ekki alveg svona kannski. Þetta sýnir bara hvað klúbburinn er flottur og þetta er spennandi,“ sagði Aron í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur að undirskriftinni lokinni. Það kom líklega flestum á óvart þegar fréttir fóru að berast af því í morgun að Aron væri á heimleið eftir 14 ára atvinnumannaferil. Aron er enn aðeins 32 ára gamall og á því enn nokkur ár eftir af ferlinum, en hann segir að dóttir hans sem er búsett hér á landi hafi lengi togað í hann. „Ég er alveg búinn að hafa þetta lengi í maganum og alvarlega síðan kannski í sumar eða snemma í haust. Í rauninni hefur þetta aðeins dregið á mig síðan stelpan mín fæddist. Hún náttúrulega býr hérna á Íslandi þannig að það skiptir auðvitað miklu máli.“ „En svo í sumar, eða rétt eftir sumarið, þá fannst mér ég vera að hallast að því að koma heim. Þannig ég hafði bara samband við FH og þá gekk þetta - allavega fyrir mitt leyti - frekar „smooth“. Þannig ég er bara þakklátur FH og auðvitað Álaborg fyrir skilninginn. Þetta endaði bara þannig að þetta kláraðist hérna í dag.“ Þá segir Aron að samtalið við Álaborg hafi verið gríðarlega erfitt. „Ég frestaði því örugglega nokkrum sinnum. Þannig að samtalið í fyrsta lagi var mjög erfitt, en það var léttir þegar það var búið. Svo tók það nokkrar vikur líka að klára að skrifa undir það. Ekki það, við vorum búin að ná samkomulagi, en bara að taka þessa ákvörðun.“ „En innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun. Hún var erfið en að sama skapi líka auðveld finnst mér.“ Eins og Aron segir þá var það hann sem hafði samband við FH að fyrra bragði og leikmaðurinn fer ekkert ofan af því að það var aldrei neitt annað lið sem kom til greina. „Nei. Ég held að flestir viti það að ég myndi aldrei spila með neinu öðru liði á Íslandi þannig ég gaf aldrei færi á mér í eitthvað svoleiðis.“ Þá segir Aron að þrátt fyrir það að ákvörðunin um að koma heim til að vera meira með dóttur sinni hafi í sjálfu sér verið auðveld þá hafi ákvörðunin um að koma heim til að spila handbolta, enn aðeins 32 ára gamall, verið erfið. „Já algjörlega. Við skulum heldur ekkert gleyma því að ég er búinn að búa úti í 14 ár núna og þekki ekkert annað öll mín fullorðinsár. Þannig að það er í mörg hörn að líta og eins og ég sagði áðan þá er þetta búið að taka langan tíma. Ég er búinn að fara yfir þetta margoft, tala við mitt fólk, utanaðkomandi fólk og ég veit ekki hvað og hvað.“ „En á endanum komst ég alltaf að því að þetta væri besta ákvörðunin fyrir mig og mína. Nú get ég bæði spilað handbolta og eins og ég sagði í yfirlýsingunni minni í dag þá er ég ekkert að koma heim til að enda ferilinn. Ég ætla bara að halda mér á þeim stað sem ég er og eins og með landsliðið og annað þá þarf ég að halda mér í góðu standi. Ég er fyrirliði þeirra og ætla að halda mér þar, þannig ég á nóg eftir,“ sagði FH-ingurinn Aron Pálmarsson. Viðtalið við Aron má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15 Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. 22. desember 2022 19:00 Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. 22. desember 2022 12:00 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15
Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. 22. desember 2022 19:00
Aron Pálmarsson kemur heim með þrjátíu stóra titla á ferilskránni Aron Pálmarsson er sigursælasti handboltamaður Íslands á erlendri grundu. Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Íslands eftir mögnuð fjórtán ár í atvinnumennsku í bestu deildum heims. 22. desember 2022 12:00
Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. 22. desember 2022 07:44