Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. desember 2022 13:06 Ákvörðunin er tekin af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Egill Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að viðbúnaðarstigið B merki aukinn viðbúnað og að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Einnig kemur fram að samráð sé haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið yfir fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem ástæða þykir til að vakta sérstaklega. Breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka - Ísland á þriðja stigi Einnig hafa komið til breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka sem samræmir verklag íslensku lögreglunnar og annarra lögregluembætta í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur hingað til verið notast við fjögurra stiga kvarða en nú hefur verið tekinn upp fimm stiga kvarði. Það er þó tekið fram að þetta tengist ekki viðbúnaðinum sem var aukinn 13. desember síðastliðinn. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland telst á þriðja stigi núna en það er greiningardeild ríkislögreglustjóra sem metur hættustig vegna hryðjuverka. Þriðja stigið, sem er aukin ógn, þýðir að til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Hættustigin fimm. Ákvarðanir um viðbúnaðarstig sem og ákvarðanir um hættustig vegna hryðjuverka á Íslandi eru byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Þær upplýsingar eru stöðugt metnar og yfirfarnar, eins og segir í tilkynningunni. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að viðbúnaðarstigið B merki aukinn viðbúnað og að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Einnig kemur fram að samráð sé haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið yfir fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem ástæða þykir til að vakta sérstaklega. Breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka - Ísland á þriðja stigi Einnig hafa komið til breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka sem samræmir verklag íslensku lögreglunnar og annarra lögregluembætta í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur hingað til verið notast við fjögurra stiga kvarða en nú hefur verið tekinn upp fimm stiga kvarði. Það er þó tekið fram að þetta tengist ekki viðbúnaðinum sem var aukinn 13. desember síðastliðinn. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland telst á þriðja stigi núna en það er greiningardeild ríkislögreglustjóra sem metur hættustig vegna hryðjuverka. Þriðja stigið, sem er aukin ógn, þýðir að til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Hættustigin fimm. Ákvarðanir um viðbúnaðarstig sem og ákvarðanir um hættustig vegna hryðjuverka á Íslandi eru byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Þær upplýsingar eru stöðugt metnar og yfirfarnar, eins og segir í tilkynningunni.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira