Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 14:48 Ráðhúsið í Kherson er á meðal þeirra bygginga sem eru nú rústir einar eftir árásir Rússa. Getty/Ihor Pedchenko Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36
Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11