Þetta er annað árið í röð sem Þórir hlýtur þessa nafnbót. Á árinu gerði hann norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn. Síðan Þórir tók við norska liðinu 2008 hefur hann stýrt því til sigurs á níu stórmótum. Hann er sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar.

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti í kjörinu. Undir hans stjórn urðu Valsmenn þrefaldir meistarar; unnu deild, bikar og Íslandsmeistaratitilinn og gerðu góða hluti í Evrópudeildinni.
Þórir fékk 138 atkvæði í kjörinu, 56 atkvæðum meira en Snorri Steinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem gerði karlalið Breiðabliks að Íslandsmeisturum í fótbolta, og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, fengu báðir 23 stig í kjörinu og voru jafnir í 3. sæti.
Þjálfari ársins 2022 – stigin
1.Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 138
2.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta – 82
3.Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta – 23
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta – 23
5. Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta – 7
6.Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta – 4
7.Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta – 1
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta – 1
Alls tók 31 íþróttafréttamaður þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja.