Innlent

Fólk hvatt til að vera sem minnst á ferðinni á gaml­árs­dag

Árni Sæberg skrifar
Vissast er að hlýða Veðurstofu Íslands.
Vissast er að hlýða Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri á síðasta degi ársins og mælist til þess að fólk nýti morgundaginn í útréttingar fyrir veisluhöld á gamlárskvöld og til að ferðast á milli landshluta.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að veðurspár geri ráð fyrir lægð við landið á gamlársdag með hvassviðri sunnan og vestantil og snjókomu, jafnvel mikilli um tíma að morgni 31. desember. Því er fólk hvatt til að vera sem minnst á ferðinni á gamlársmorgun.

Veðrið gangi síðan til síðan austur með skafrenningi og snjókomu við suður og suðausturströndina og loks á norðaustanvert landið með éljagangi á gamlárskvöld.

Ekki liggi fyrir hvar úrkoma verði nákvæmlega en ljóst sé að færð geti spillst hratt í í skafrenningi og ofankomu.

Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum næstu daga. Það er hægt að gera á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×