Gaf frá sér milljónir: „Hvaða verðmiða seturu á sál þína?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. desember 2022 09:31 Adriano lenti í töluverðum vandræðum á síðari árum ferils síns og eftir að hann hætti. Brasilíumaðurinn Adriano var um tíma talinn á meðal allra bestu framherja heims og átti framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Það fjaraði þó hratt undan ferli hans og segist hann hafa þurft að gefa undan geigvænlegri pressu. Adriano raðaði inn mörkum fyrir Parma og Inter á Ítalíu, auk brasilíska landsliðsins, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar en á örfáum árum fór hann úr því að vera á meðal mest spennandi framherja heims í að vera ónothæfur framherji í yfirþyngd í heimalandinu. ' Adriano gave up millions to go home. Yes, maybe I gave up millions. But what price would you put on your soul? How much money would you pay to get back your essence?' Adriano pic.twitter.com/MidksZLEcO— Players' Tribune Football (@TPTFootball) December 29, 2022 Hann skrifar grein á Players Tribune hvar hann svarar fjölmörgum meintum ósannindum sem komu fram í fjölmiðlum á þeim tíma sem fjaraði undan ferli hans. Adriano yfirgaf Inter árið 2008 og gekk í raðir Sao Paulo í heimalandinu. Honum gekk nokkuð vel þar, sem og hjá uppeldisfélaginu Flamengo í Brasilíu, þar sem hann raðaði einnig inn mörkum 27 ára gamall árið 2009, en eftir stutt stopp þar lék hann alls ellefu deildarleiki á ferli sem endaði snemma. Föðurmissir hafði þar mikið að segja en Adriano kveðst hafa þurft að yfirgefa Ítalíu vegna vanlíðanar. Við þá brottför og snemmbúinn endi ferils varð hann af milljónum í tekjur. „Já, kannski gaf ég frá mér milljónir. En hvaða verðmiða myndir þú setja á sál þín? Hversu mikið myndir þú greiða til að endurheimta sjálf þitt?“ segir Adriano í langri greininni. „Ég kom frá engu. Ég var bara krakki sem vildi spila fótbolta og svo fá sér drykk með félögunum,“ Adriano var hluti af liði Inter sem vann ítalska meistaratitilinn fjögur ár í röð, frá 2006 til 2009. Hann vann brasilísku deildina með Flamengo árið 2009 og með Corinthians árið 2011 en spilaði aðeins fjóra leiki með síðarnefnda liðinu. Hann skoraði 27 mörk í 48 landsleikjum fyrir Brasilíu milli 2000 og 2010. Ítalski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Adriano raðaði inn mörkum fyrir Parma og Inter á Ítalíu, auk brasilíska landsliðsins, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar en á örfáum árum fór hann úr því að vera á meðal mest spennandi framherja heims í að vera ónothæfur framherji í yfirþyngd í heimalandinu. ' Adriano gave up millions to go home. Yes, maybe I gave up millions. But what price would you put on your soul? How much money would you pay to get back your essence?' Adriano pic.twitter.com/MidksZLEcO— Players' Tribune Football (@TPTFootball) December 29, 2022 Hann skrifar grein á Players Tribune hvar hann svarar fjölmörgum meintum ósannindum sem komu fram í fjölmiðlum á þeim tíma sem fjaraði undan ferli hans. Adriano yfirgaf Inter árið 2008 og gekk í raðir Sao Paulo í heimalandinu. Honum gekk nokkuð vel þar, sem og hjá uppeldisfélaginu Flamengo í Brasilíu, þar sem hann raðaði einnig inn mörkum 27 ára gamall árið 2009, en eftir stutt stopp þar lék hann alls ellefu deildarleiki á ferli sem endaði snemma. Föðurmissir hafði þar mikið að segja en Adriano kveðst hafa þurft að yfirgefa Ítalíu vegna vanlíðanar. Við þá brottför og snemmbúinn endi ferils varð hann af milljónum í tekjur. „Já, kannski gaf ég frá mér milljónir. En hvaða verðmiða myndir þú setja á sál þín? Hversu mikið myndir þú greiða til að endurheimta sjálf þitt?“ segir Adriano í langri greininni. „Ég kom frá engu. Ég var bara krakki sem vildi spila fótbolta og svo fá sér drykk með félögunum,“ Adriano var hluti af liði Inter sem vann ítalska meistaratitilinn fjögur ár í röð, frá 2006 til 2009. Hann vann brasilísku deildina með Flamengo árið 2009 og með Corinthians árið 2011 en spilaði aðeins fjóra leiki með síðarnefnda liðinu. Hann skoraði 27 mörk í 48 landsleikjum fyrir Brasilíu milli 2000 og 2010.
Ítalski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira