Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest Kjartan Kjartansson skrifar 31. desember 2022 08:00 Háloftin blá. Vísir/Getty Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar. Loftslagsverkfræði (e. geo-engineering) þar sem menn breyta umhverfinu til að gera það hagfelldara sér hefur lengst af verið viðfangsefni vísindaskáldskapar. Eftir því sem menn hafa ágert loftslagsvandann með því að dæla fordæmalausu magni gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúp jarðar hafa vísindamenn kannað möguleikann á að eiga við náttúruna til þess að draga úr hnattrænni hlýnun. Ein leið til þess að vinna gegn hlýnuninni væri að dæla efnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi út í geim. Þekkt er að stór eldgos geta valdið tímabundinni kólnun ef brennisteinsagnir ná alla leið upp í heiðhvolfið, í um tíu til fimmtíu kílómetra hæð yfir jörðu. Þannig er áætlað að meðalhitinn í Evrópu hafi fallið um allt að 1,6 gráður veturinn eftir að Skaftáreldar hófust árið 1783. Það er einmitt það sem bandaríska fyrirtækið Make Sunsets segist þegar vera byrjað að gera, á mun smærri skala þó. Á vefsíðu þess er því haldið fram að fyrirtækið hafi fyllt tvo loftbelgi með um tíu grömmum af brennisteinsdíoxíði og sent þá upp í heiðhvolfið í október. Yfirlýst markmið fyrirtækisins er að kæla loftslagið og selja „kælingareiningar“, nokkurs konar hliðstæðu við kolefnisjöfnun. MIT Technology Review, tímarit sem er gefið út á vegum MIT-háskóla í Bandaríkjunum, segir ekkert liggja fyrir um hvort að Make Sunsets hafi raunverulega tekist ætlunarverk sitt. Jafnvel þó að svo væri hefði svo lítið magn brennisteins hverfandi áhrif. Til samanburðar losar farþegaþota allt að hundrað grömm á hverri mínútu á flugi. Sérfræðingar á sviði loftslagsverkfræði fordæma tilraunir þess til þess að græða á henni þegar hún er svo skammt á veg komin. Þeir gagnrýna að fyrirtækið hafi byrjað á tilraunum án samráðs við almenning eða vísindasamfélagið. Þá telja aðrir viðmælendur tímaritsins að starfsemi fyrirtækisins sé hvorki alvörugefin vísindatilraun né trúverðugt viðskiptalíkan. Líklegra sé að uppátækinu sé ætlað að vekja athygli og hrista upp í bransanum. Þorp á Filippseyjum undir öskulagi eftir eldgosið í Pínatúbó árið 1991. Risaeldgos af því tagi geta spúið brennisteinsögnum svo hátt upp í lofthjúpinn að þær endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og valda tímabundinni kólnun við yfirborð jarðar.Vísir/Getty Telur siðferðislega rangt að reyna ekki að kæla Luke Iseman, forstjóri Make Sunsets, viðurkennir við tímaritið að hann hafi meðal annars ætlað að ögra með tilraun sinni. Hann virðist sjálfur sannfærður um að loftslagsverkfræði sé eina leiðin sem mannkyninu standi til boða til þess að takmarka hlýnun jarðar við þær tvær gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. „Það er siðferðislega rangt að mínu mati að gera þetta ekki,“ segir Iseman við tímaritið. Make Sunsets er þegar byrjað að rukka tíu dollara, jafnvirði rúmra 1.400 íslenskra króna, fyrir „kælingareiningu“. Í hverri einingu felst að fyrirtækið losi eitt gramm af brennisteinsdíoxíði út í heiðhvolfið. Fyrirtækið heldur því fram að það magn vegi upp á móti hlýnunaráhrifum heils tons af kolefni í heilt ár. „Það sem ég vil gera er að skapa eins mikla kólnun og ég get, eins hratt og ég get það sem eftir er af lífi mínu, hreint út sagt,“ segir Iseman. Stefnan sé að fylla heiðhvolfið af eins miklum brennisteini og viðskiptavinir eru tilbúnir að greiða fyrir. Gæti leitt til staðbundinna öfga Góðar og gildar ástæður eru fyrir því að alvörugefnir vísindamenn á sviði loftslagsverkfræði fara sér varlega og hafa að mestu leyti sleppt því að gera tilraunir utandyra, jafnvel á smáum skala. Lítið er vitað um hvaða áhrif umfangsmiklar tilraunir til þess að kæla loftslagið með þessum hætti hefðu. Þær gætu jafnvel skapað hættu á átökum þar sem staðbundin áhrif gætu verið ólík. Þannig segir í umfjöllun Gizmodo að tilraunir af þessu tagi gætu valdi hröðum breytingum á úrkomumynstri á jörðinni og skaðað ósonlagið sem ver lífverur fyrir hættulegri útfjólublárri geislun. Sumar rannsóknir bendi til þess að væri brennisteini dælt upp í heiðhvolfið yfir norðurhveli gæti það leitt til gríðarlegra þurrka á Sahel-svæðinu í Afríku, Amasonfrumskóginum og víðar. Yrði efninu sleppt yfir suðurhveli gæti fellibyljum á norðanverðu Atlantshafi fjölgað mikið. Kólnun af völdum svifryks á norðurhveli gæti leitt til mikilla þurrka á Sahel, svæðinu á milli Saharaeyðimerkurinnar í norðri og súdönsku gresjunnar í suðri.Vísir/Getty „Mjög vond hugmynd“ Janos Pasztor, forstjóri Carnegie Climate Governance Initiative sem vill að eftirlit sé haft með loftslagsverkfræðitilraunum, segir fræðin að baki of skammt á veg komin til þess að segja af eða á með tilraunir til þess að endurvarpa sólarljósi, hvað þá að hrinda þeim í framkvæmd. „Að hrinda þessu í framkvæmd á þessu stigi er mjög vond hugmynd,“ segir Pasztor við MIT Technical Review. Aðrir sérfræðingar óttast að Make Sunsets eigi eftir að sverta loftslagsverkfræði almennt og draga úr vilja fjárfesta til þess að leggja alvöru vísindarannsóknum á sviðinu til fé. Shuchi Talati, fræðimaður við Bandaríska háskólann í Washington-borg, segir fullyrðingar Make Sunsets um árangur af kælingareiningum sínum fráleitar. Vitneskja manna um áhrif agnanna sé alltof lítil til þess að hægt sé að eigna ákveðnu magni tiltekin kólnunaráhrif. Þá segir hún það hræsni af hálfu fyrirtækisins að halda því fram að það sé rekið áfram af mannúðarástæðum. Það hafi ekki haft neitt samráð við almenning, þar á meðal þá sem gætu orðið fyrir áhrifum af starfseminni. „Þeir eru að brjóta á réttindum samfélaga til þess að ráða eigin framtíð,“ sagði Talati við MIT. Skyndileg hlýnun ef hætt yrði að losa agnirnar Ófyrirséð staðbundin áhrif loftslagsverkfræði eru ekki eini gallinn á gjöf Njarðar. Jafnvel þó að endurvarp brennisteinsagna á sólarljósi dygði til þess að vega upp á móti auknum gróðurhúsaáhrifum sem losun manna á koltvísýringi veldur væru áhrifin aðeins tímabundin. Brennisteinssvifryksagnir eru ekki langlífar í lofthjúpnum og því þyrfti stanslaust að dæla meira og meira af þeim út í háloftin til þess að viðhalda kólnunaráhrifum þeirra. Ef mannkynið ætlaði að reiða sig á loftslagsverkfræði til þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum án þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri það í reynd að smíða nokkurs konar loftslagstímasprengju. Færi eitthvað úrskeiðis og brennisteinsagnirnar kæmust ekki í heiðhvolfið gæti loftslagið hlýnað á ógnarhraða. Áhrifin á vistkerfi jarðar gætu orðið enn harkalegri en þegar er orðið. „Ef við stöðvum ekki losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið eða reynum ekki eins og við getum til þess þá er enginn tilgangur með því að ráðast í sólarloftslagsverkfræði,“ sagði Alan Robock, loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla, um loftslagsverkfræði við CNBC-sjónvarpsstöðina árið 2019. Loftslagsmál Mexíkó Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Hnattræn áhrif Skaftárelda staðfest í nýrri rannsókn Áhrifa Skaftárelda, stærsta eldgoss síðustu þúsund ára, gætti um allt norðurhvel. Ný rannsókn sýnir að áhrifin náðu allt suður á suðurhvel jarðar en að gosið hafi þó ekki tengst hitabylgju sem gekk yfir Evrópu um það leyti sem gaus. 26. maí 2019 10:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Loftslagsverkfræði (e. geo-engineering) þar sem menn breyta umhverfinu til að gera það hagfelldara sér hefur lengst af verið viðfangsefni vísindaskáldskapar. Eftir því sem menn hafa ágert loftslagsvandann með því að dæla fordæmalausu magni gróðurhúsalofttegunda út í lofthjúp jarðar hafa vísindamenn kannað möguleikann á að eiga við náttúruna til þess að draga úr hnattrænni hlýnun. Ein leið til þess að vinna gegn hlýnuninni væri að dæla efnum út í andrúmsloftið sem endurvarpa sólarljósi út í geim. Þekkt er að stór eldgos geta valdið tímabundinni kólnun ef brennisteinsagnir ná alla leið upp í heiðhvolfið, í um tíu til fimmtíu kílómetra hæð yfir jörðu. Þannig er áætlað að meðalhitinn í Evrópu hafi fallið um allt að 1,6 gráður veturinn eftir að Skaftáreldar hófust árið 1783. Það er einmitt það sem bandaríska fyrirtækið Make Sunsets segist þegar vera byrjað að gera, á mun smærri skala þó. Á vefsíðu þess er því haldið fram að fyrirtækið hafi fyllt tvo loftbelgi með um tíu grömmum af brennisteinsdíoxíði og sent þá upp í heiðhvolfið í október. Yfirlýst markmið fyrirtækisins er að kæla loftslagið og selja „kælingareiningar“, nokkurs konar hliðstæðu við kolefnisjöfnun. MIT Technology Review, tímarit sem er gefið út á vegum MIT-háskóla í Bandaríkjunum, segir ekkert liggja fyrir um hvort að Make Sunsets hafi raunverulega tekist ætlunarverk sitt. Jafnvel þó að svo væri hefði svo lítið magn brennisteins hverfandi áhrif. Til samanburðar losar farþegaþota allt að hundrað grömm á hverri mínútu á flugi. Sérfræðingar á sviði loftslagsverkfræði fordæma tilraunir þess til þess að græða á henni þegar hún er svo skammt á veg komin. Þeir gagnrýna að fyrirtækið hafi byrjað á tilraunum án samráðs við almenning eða vísindasamfélagið. Þá telja aðrir viðmælendur tímaritsins að starfsemi fyrirtækisins sé hvorki alvörugefin vísindatilraun né trúverðugt viðskiptalíkan. Líklegra sé að uppátækinu sé ætlað að vekja athygli og hrista upp í bransanum. Þorp á Filippseyjum undir öskulagi eftir eldgosið í Pínatúbó árið 1991. Risaeldgos af því tagi geta spúið brennisteinsögnum svo hátt upp í lofthjúpinn að þær endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og valda tímabundinni kólnun við yfirborð jarðar.Vísir/Getty Telur siðferðislega rangt að reyna ekki að kæla Luke Iseman, forstjóri Make Sunsets, viðurkennir við tímaritið að hann hafi meðal annars ætlað að ögra með tilraun sinni. Hann virðist sjálfur sannfærður um að loftslagsverkfræði sé eina leiðin sem mannkyninu standi til boða til þess að takmarka hlýnun jarðar við þær tvær gráður sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. „Það er siðferðislega rangt að mínu mati að gera þetta ekki,“ segir Iseman við tímaritið. Make Sunsets er þegar byrjað að rukka tíu dollara, jafnvirði rúmra 1.400 íslenskra króna, fyrir „kælingareiningu“. Í hverri einingu felst að fyrirtækið losi eitt gramm af brennisteinsdíoxíði út í heiðhvolfið. Fyrirtækið heldur því fram að það magn vegi upp á móti hlýnunaráhrifum heils tons af kolefni í heilt ár. „Það sem ég vil gera er að skapa eins mikla kólnun og ég get, eins hratt og ég get það sem eftir er af lífi mínu, hreint út sagt,“ segir Iseman. Stefnan sé að fylla heiðhvolfið af eins miklum brennisteini og viðskiptavinir eru tilbúnir að greiða fyrir. Gæti leitt til staðbundinna öfga Góðar og gildar ástæður eru fyrir því að alvörugefnir vísindamenn á sviði loftslagsverkfræði fara sér varlega og hafa að mestu leyti sleppt því að gera tilraunir utandyra, jafnvel á smáum skala. Lítið er vitað um hvaða áhrif umfangsmiklar tilraunir til þess að kæla loftslagið með þessum hætti hefðu. Þær gætu jafnvel skapað hættu á átökum þar sem staðbundin áhrif gætu verið ólík. Þannig segir í umfjöllun Gizmodo að tilraunir af þessu tagi gætu valdi hröðum breytingum á úrkomumynstri á jörðinni og skaðað ósonlagið sem ver lífverur fyrir hættulegri útfjólublárri geislun. Sumar rannsóknir bendi til þess að væri brennisteini dælt upp í heiðhvolfið yfir norðurhveli gæti það leitt til gríðarlegra þurrka á Sahel-svæðinu í Afríku, Amasonfrumskóginum og víðar. Yrði efninu sleppt yfir suðurhveli gæti fellibyljum á norðanverðu Atlantshafi fjölgað mikið. Kólnun af völdum svifryks á norðurhveli gæti leitt til mikilla þurrka á Sahel, svæðinu á milli Saharaeyðimerkurinnar í norðri og súdönsku gresjunnar í suðri.Vísir/Getty „Mjög vond hugmynd“ Janos Pasztor, forstjóri Carnegie Climate Governance Initiative sem vill að eftirlit sé haft með loftslagsverkfræðitilraunum, segir fræðin að baki of skammt á veg komin til þess að segja af eða á með tilraunir til þess að endurvarpa sólarljósi, hvað þá að hrinda þeim í framkvæmd. „Að hrinda þessu í framkvæmd á þessu stigi er mjög vond hugmynd,“ segir Pasztor við MIT Technical Review. Aðrir sérfræðingar óttast að Make Sunsets eigi eftir að sverta loftslagsverkfræði almennt og draga úr vilja fjárfesta til þess að leggja alvöru vísindarannsóknum á sviðinu til fé. Shuchi Talati, fræðimaður við Bandaríska háskólann í Washington-borg, segir fullyrðingar Make Sunsets um árangur af kælingareiningum sínum fráleitar. Vitneskja manna um áhrif agnanna sé alltof lítil til þess að hægt sé að eigna ákveðnu magni tiltekin kólnunaráhrif. Þá segir hún það hræsni af hálfu fyrirtækisins að halda því fram að það sé rekið áfram af mannúðarástæðum. Það hafi ekki haft neitt samráð við almenning, þar á meðal þá sem gætu orðið fyrir áhrifum af starfseminni. „Þeir eru að brjóta á réttindum samfélaga til þess að ráða eigin framtíð,“ sagði Talati við MIT. Skyndileg hlýnun ef hætt yrði að losa agnirnar Ófyrirséð staðbundin áhrif loftslagsverkfræði eru ekki eini gallinn á gjöf Njarðar. Jafnvel þó að endurvarp brennisteinsagna á sólarljósi dygði til þess að vega upp á móti auknum gróðurhúsaáhrifum sem losun manna á koltvísýringi veldur væru áhrifin aðeins tímabundin. Brennisteinssvifryksagnir eru ekki langlífar í lofthjúpnum og því þyrfti stanslaust að dæla meira og meira af þeim út í háloftin til þess að viðhalda kólnunaráhrifum þeirra. Ef mannkynið ætlaði að reiða sig á loftslagsverkfræði til þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum án þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda væri það í reynd að smíða nokkurs konar loftslagstímasprengju. Færi eitthvað úrskeiðis og brennisteinsagnirnar kæmust ekki í heiðhvolfið gæti loftslagið hlýnað á ógnarhraða. Áhrifin á vistkerfi jarðar gætu orðið enn harkalegri en þegar er orðið. „Ef við stöðvum ekki losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið eða reynum ekki eins og við getum til þess þá er enginn tilgangur með því að ráðast í sólarloftslagsverkfræði,“ sagði Alan Robock, loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla, um loftslagsverkfræði við CNBC-sjónvarpsstöðina árið 2019.
Loftslagsmál Mexíkó Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Hnattræn áhrif Skaftárelda staðfest í nýrri rannsókn Áhrifa Skaftárelda, stærsta eldgoss síðustu þúsund ára, gætti um allt norðurhvel. Ný rannsókn sýnir að áhrifin náðu allt suður á suðurhvel jarðar en að gosið hafi þó ekki tengst hitabylgju sem gekk yfir Evrópu um það leyti sem gaus. 26. maí 2019 10:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hnattræn áhrif Skaftárelda staðfest í nýrri rannsókn Áhrifa Skaftárelda, stærsta eldgoss síðustu þúsund ára, gætti um allt norðurhvel. Ný rannsókn sýnir að áhrifin náðu allt suður á suðurhvel jarðar en að gosið hafi þó ekki tengst hitabylgju sem gekk yfir Evrópu um það leyti sem gaus. 26. maí 2019 10:00