Lukaku segir alla vita hvað hann vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 18:16 Lukaku í leik með Inter Milan. Carlo Hermann/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu. Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira