Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 09:46 George Santos hefur gert lítið úr lygum sínum og líkt því við hefðbundnar ýkjur á ferilskrá. AP/John Locher Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19