Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 15:48 Sigurður Ámundason fyrir miðju ásamt valnefnd á Auglýsingahléi Billboard í ár, þeim Elísabetu Stefánsdóttur, Jóni Felixi Sigurðssyni, Sigurði Atla Sigurðssyni og Björk Hrafnsdóttur. Aðsend Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. Yfir 450 stafrænir fletir Frá 1. janúar hefur verið svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard víða um höfuðborgarsvæðið en sýningunni lýkur í kvöld og hefur eflaust vakið forvitni margra. Í haust efndi Billboard í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými. Sigurður Ámundason var valinn úr hópi yfir 40 umsækjenda og var þessi tími því helgaður sýningu á nýju verki eftir hann. Er þetta í annað sinn sem Auglýsingahlé fer fram á stafrænum flötum Billboard, en í fyrra var það Hrafnkell Sigurðsson sem bar sigur úr býtum. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Lýsa upp skammdegið og auka aðgengi á list „Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Stefnt er að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard. Óræðni og efi Á Facebook viðburðinum Auglýsingahlé 2023: Sigurður Ámundason segir að Sigurður lýsi verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“ Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfir 450 stafrænir fletir Frá 1. janúar hefur verið svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard víða um höfuðborgarsvæðið en sýningunni lýkur í kvöld og hefur eflaust vakið forvitni margra. Í haust efndi Billboard í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými. Sigurður Ámundason var valinn úr hópi yfir 40 umsækjenda og var þessi tími því helgaður sýningu á nýju verki eftir hann. Er þetta í annað sinn sem Auglýsingahlé fer fram á stafrænum flötum Billboard, en í fyrra var það Hrafnkell Sigurðsson sem bar sigur úr býtum. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Lýsa upp skammdegið og auka aðgengi á list „Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Stefnt er að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard. Óræðni og efi Á Facebook viðburðinum Auglýsingahlé 2023: Sigurður Ámundason segir að Sigurður lýsi verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“
Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00