Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 14:31 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að vinna við verklagsreglur fyrir þingmenn hafi farið af stað í kjölfar Metoo-byltingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann. Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann.
Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira