Yems var fundinn sekur í tólf ákæruliðum er snúa að kynþáttaníð í garð eigin leikmanna, en hann var sakaður um að hafa að minnsta kosti sextán sinnum talað niður til leikmanna af öðrum uppruna, kynþætti, þjóðerni eða kyni frá 2019 til 2022.
Þessi 63 ára gamli þjálfari játaði að hafa látið ein ummælin falla, en neitaði hinum fimmtán.
Sjálfstæð rannsóknarnefnd gat svo fært sönnunargögn fyrir ellefu ummælum, en hin fjögur ummælin gat hún ekki sannað.
Nefndin komst því að þeirri niðurstöðu að Yems skildi bannaður frá öllum knattspyrnutengdum athöfnum þar til 1. júní árið 2024.
Former Crawley boss John Yems has been banned for 18 months for racially abusing his own players ❌#Yems #Crawley #KickItOut pic.twitter.com/aehgCoeKqn
— DR Sports (@drsportsmedia) January 7, 2023