Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 14:42 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar stéttarfélags, sem staðsett er í Norðurþingi á Norðurlandi eystra. Vísir/Arnar Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Aðalsteinn Árni birti í dag á Vísi. Tilefnið virðist vera það sem komið hefur frá Eflingu í kjaraviðræðum félagsins um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur ítrekað gefið út að félagið getur ekki sætt sig við samning í ætt við þann sem gerður var við Starfsgreinasambandið á síðasta ári. Fram hefur komið í málflutningi Eflingarfólks að koma þurfi til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Efling farið fram á fimmtán þúsund krónur á mánuði í sérstaka framfærsluppbót. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því í viðræðum hingað til. Sakar Eflingu um „gegndarlausan áróður“ Í grein Aðalsteins tekur hann í sama streng og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem hefur sagt að málflutningur um hærri framfærslukostnað sé ómálefnanlegur. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja undir gegndarlausum árásum forystumanna Eflingar undanfarnar vikur, þar sem þeir hafa haldið uppi óskiljanlegum áróðri gegn nýlegum kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, auk þess að tala niður formann SGS og aðildarfélög sambandsins,“ skrifar Aðalsteinn í hinum harðorða pistli. Segir hann sem fyrr segir að svo virðist sem að framsetning Eflingar um að þörf sé framfærsluuppbót og hærri launum vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu hafi þann helsta tilgang að ala á klofningi á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Málflutningurinn sé til þess fallinn að einangra Eflingu frá öðrum verkalýðsfélögum. Lágvöruverslanir á hverju horni á höfuðborgarsvæðinu Bendir hann á til þess að ná fram raunverulegum samanburði þurfi að taka allt með í körfuna. „Við skulum líka setja í hana almenna þjónustu og verslun sem verkafólk og aðrir íbúar landsbyggðarinnar þurfa í mörgum tilfellum að sækja um langan veg með tilheyrandi eldsneytiskostnaði og vinnutapi. Þeir hinir sömu hafa ekki val um að ná niður heimilisútgjöldum með því að velja milli lágvöruverslana í heimabyggð líkt og félagsmenn Eflingar sem búa við þann munað að hafa lágvöruverslanir nánast á hverju götuhorni,“ skrifar Aðalsteinn. Bendir hann einnig á að aðgengi að námi og heilbrigðisþjónustu sé greiðara á höfuðborgarsvæðinu, og fleira til. „Samanburður á bensínverði, rafmagns- og húshitunarkostnaði, flugfargjöldum innanlands, leikskólagjöldum og flutningskostnaði verða líka að fá pláss í körfunni enda um mjög kostnaðarsama liði að ræða. Reiknimeistari Eflingar ætti að gefa sér tíma til að fara inná heimasíðu flutningafyrirtækjanna og slá inn í reiknivél málum t.d. á sófasetti eða rúmi og skoða kostnaðinn við að flytja viðkomandi vöru frá Reykjavík til Þórshafnar á Langanesi. Já, hann yrði hissa,“ skrifar Aðalsteinn. Lesa má grein hans með því að smella hér.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira