RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2023 12:14 Hrönn Marínósdóttir stjórnandi RIFF. Vísir/Vilhelm RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. „Markmiðið með bandalaginu sem heitir Smart7 er að hátíðirnar njóti stuðnings hver af annarri og deili með sér þekkingu og reynslu á sama tíma og þær kynna evrópska kvikmyndagerð og vinna að þróun áhorfendahópsins,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Samstarfsnetið er samsett af New Horizons kvikmyndahátíðinni pólsku í Wroclaw , IndieLisboa hátíðinni í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku á Grikklandi, Kvikmyndahátíð Transilvaníu í Rúmeníu, spænsku hátíðinni FILMADRID og kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litháen, auk RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík“ „Samstarf þessara hátíða er ekki síst tilkomið vegna þess að þær deila sömu markmiðum og stefnu og hafa mjög áþekka framtíðarsýn,” er haft eftir Marcin Pieńkowski, listræns stjórnanda New Horizons. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir samstarfið hafa verið með óformlegum hætti í gegnum árin. „Smart7 sé faglegur vettvangur sem geri hátíðunum kleift að nýta til hins ítrasta þá sérþekkingu sem stjórnendur og starfsfólk hátíðanna hafa byggt upp í gegnum árin.“ Auk þess sem ætlunin sé að styðja við ungt hæfileikafólk á sviði kvikmynda með því að hafa sér flokk kvikmynda á þessum sjö hátíðum, ein mynd frá hverju landi og fá ungt fólk í dómnefnd sem velur bestu myndina en verðlaunaféið er 5000 evrur. Vinnustofur um fagvæðingu, áhorfendaþróun, kynningarmál, sölu og fjármögnun auk sjálfbærni og grænna viðmiða verða skipulagðar næstu tvö árin sem standa munu starfsfólki kvikmyndahátíða til boða. Smart7 bandalag kvikmyndahátíða í Evrópu er styrkt af Creative Europe MEDIA sjóðnum. Tuttugsta RIFF hátíðin verður haldin næsta haust frá 28. september til 8. október. RIFF Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Markmiðið með bandalaginu sem heitir Smart7 er að hátíðirnar njóti stuðnings hver af annarri og deili með sér þekkingu og reynslu á sama tíma og þær kynna evrópska kvikmyndagerð og vinna að þróun áhorfendahópsins,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Samstarfsnetið er samsett af New Horizons kvikmyndahátíðinni pólsku í Wroclaw , IndieLisboa hátíðinni í Portúgal, Kvikmyndahátíð Þessaloníku á Grikklandi, Kvikmyndahátíð Transilvaníu í Rúmeníu, spænsku hátíðinni FILMADRID og kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litháen, auk RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík“ „Samstarf þessara hátíða er ekki síst tilkomið vegna þess að þær deila sömu markmiðum og stefnu og hafa mjög áþekka framtíðarsýn,” er haft eftir Marcin Pieńkowski, listræns stjórnanda New Horizons. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir samstarfið hafa verið með óformlegum hætti í gegnum árin. „Smart7 sé faglegur vettvangur sem geri hátíðunum kleift að nýta til hins ítrasta þá sérþekkingu sem stjórnendur og starfsfólk hátíðanna hafa byggt upp í gegnum árin.“ Auk þess sem ætlunin sé að styðja við ungt hæfileikafólk á sviði kvikmynda með því að hafa sér flokk kvikmynda á þessum sjö hátíðum, ein mynd frá hverju landi og fá ungt fólk í dómnefnd sem velur bestu myndina en verðlaunaféið er 5000 evrur. Vinnustofur um fagvæðingu, áhorfendaþróun, kynningarmál, sölu og fjármögnun auk sjálfbærni og grænna viðmiða verða skipulagðar næstu tvö árin sem standa munu starfsfólki kvikmyndahátíða til boða. Smart7 bandalag kvikmyndahátíða í Evrópu er styrkt af Creative Europe MEDIA sjóðnum. Tuttugsta RIFF hátíðin verður haldin næsta haust frá 28. september til 8. október.
RIFF Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira