Óþolandi ástand vegna loftmengunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 13:25 Þegar kalt, þurrt og lygnt er í veðri dreifist mengun frá bílaumferð síður og þá rýkur styrkur loftmengunar í lofti nærri umferðaræðum upp. Vísir/Egill Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“ Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“
Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira