United búið að ná samkomulagi við Burnley en þurfa enn að bíða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 23:15 Wout Weghorst vill fara til United en fyrst þarf Besiktas að samþykkja að rifta lánssamningi við Burnley. Vísir/Getty Það verður sífellt líklegra að Hollendingurinn Wout Weghorst gangi til liðs við Manchester United. Samkomulag er í höfn á milli United og Burnley en Besiktas mun eiga síðasta orðið. Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira