Handbolti

Guð­jón Valur: Gísli er mest ó­stöðvandi leik­maður í heims­hand­boltanum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er ekkert grín að reyna að halda sér fyrir fram Gísla Kristjánsson sem sprengir upp hverja vörnina á fætur annarri með hraða sínum og sprengikrafti.
Það er ekkert grín að reyna að halda sér fyrir fram Gísla Kristjánsson sem sprengir upp hverja vörnina á fætur annarri með hraða sínum og sprengikrafti. Vísir/Hulda Margrét

Guðjón Valur Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur spilað á flestum stórmótum og flestum heimsmeistaramótum fyrir Íslands hönd. Hann hefur eins og fleiri trú á íslenska landsliðinu sem hefur leik á HM í dag.

„Ég er ekki að fara standa hér og segja að við séum að fara að vinna alla leiki. Við erum hins vegar með lið sem getur unnið alla,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur.

„Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er að spila lítið eða er í litlu hlutverki í sínum liði. Ég geri engar kröfur á sæti á þá en sama hvar þú kemur niður og sama í hvaða stöðu sem er þá eru þeir allir í frábæru standi,“ sagði Guðjón Valur.

„Ef lítum á útlínuna okkar og tökum Gísla og Ómar. Það vita allir hvað Ómar getur og hann er að fá verðlaun fyrir það hvernig hann er að standa sig,“ sagði Guðjón.

Klippa: Guðjón Valur um íslenska liðið á HM í handbolta 2023

„Mest óstöðvandi leikmaður í heimshandboltanum í dag er Gísli Kristjánsson. Ég verð að segja það. Ég fæ að fylgjast með honum í hverri umferð úti og hann er búinn að spila alveg ótrúlega vel,“ sagði Guðjón.

„Svo eru náttúrulega bara fleiri. Íslendingarnir hjá mér og sama hvaða staða það er. Allir eru að spila mikið og spila vel. Báðir markverðirnir okkar hafa sjaldan verið betri á sínum ferli,“ sagði Guðjón.

„Ég hlakka bara gríðarlega mikið til og ég ætla ekki að setja einhverja aukapressu á þá og segja eitthvað sæti. Ég verð brjálaður aðdáandi í sófanum og stressaður fyrir leiki og í leikjum. Þetta verður bara veisla fyrir okkur öll handboltaáhugafólk,“ sagði Guðjón en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×