Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2023 10:49 Carbfix á Íslandi er meðal þeirra 35 fyrirtækja sem stunda rannsóknir á kolefnisbindingu. Carbfix/Gunnar Freyr Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“ Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“
Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira