Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 18:01 Gianni Infantino er búinn að afhenda Lionel Messi heimsbikarinn og er að stýra honum þangað sem sá argentínski átti að lyfta honum. Getty/Markus Gilliar Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi. Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum. HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira
Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum.
HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Sjá meira