Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
útvarp

Í hádegisfréttum fjöllum við um Hnútuvirkjun en framkvæmdaleyfi hennar var fellt úr gildi á dögunum og því óljóst um framhaldið. 

Einnig ræðir heilbrigðisráðherra um nýjan forstjóra Sjúkratrygginga sem skipaður var í starfið án auglýsingar. 

Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi.

Einstaklingum sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg fjölgaði talsvert milli ára og eru þeir nú á fjórða þúsund. Aukningin skýrist af fjölgun flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×