Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 94-66 | Haukakonur bikarmeistarar með miklum yfirburðum Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2023 16:10 Bikarmeistarar 2023 Vísir/Hulda Margrét Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfubolta þriðja árið í röð eftir magnaðan stórsigur gegn Keflavík í Laugardalshöll í dag. Haukar mættu mikið grimmari til leiks og lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta. Á kafla í fyrsta leikhluta leiddu Haukar með 16 stigum en að honum loknum var staðan 23-14 fyrir Haukaliðið. Keflavík endaði leikhlutann vel og fór þar Daniela Wallen fremst í flokki. Wallen hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og bætti bara í, en aðrir leikmenn Keflavíkur fylgdu ekki með henni. Hún skoraði alls 22 stig í fyrri hálfleiknum en aðrir leikmenn Keflavíkur gerðu tólf stig til samans. Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Keflavík minnkaði muninn mest í fimm stig í öðrum leikhluta en Haukar náðu alltaf að spyrna sér frá þegar það kom smá áhlaup hjá Keflavík. Þrír leikmenn Hauka – Sólrún Inga Gísladóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson - fóru yfir tíu stig í fyrri hálfleiknum og var liðið heilt yfir að hitta gífurlega vel; Haukaliðið var að skjóta 52 prósent úr tveggja stiga skotum og 60 prósent úr þriggja stiga skotum. Það varð til þess að Haukar leiddu með tíu stigum í hálfleik. Það héldu líklega flestir að þriggja stiga nýting Hauka myndi hraka í seinni hálfleiknum, en svo var ekki. Bara alls ekki. Haukar enduðu leikinn á að hitta úr 64 prósent úr þriggja stiga skotum sem er hreint út sagt magnað. Keflavík komst aldrei nálægt í þriðja né fjórða leikhluta. Haukar stækkuðu forskot sitt jafnt og þétt og unnu að lokum mjög svo þægilegan, 94-66 sigur. Sigurinn var í raun aldrei í hættu nema í öðrum leikhluta þegar Keflavík minnkaði muninn í fimm stig. Keflvíkingar komust aldrei nær en það. Vísir/Hulda Margrét Mögnuð frammistaða hjá Haukum og munu leikmenn liðsins vonandi skemmta sér vel í kvöld. Það ber að hrósa stuðningsmönnum Hauka sem voru virkilega góðir í stúkunni á meðan leik stóð – stóðu þétt við bakið á sínu liði er þær urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð. Af hverju unnu Haukar? Munurinn var aðallega náttúrulega sá að Haukarnir voru að hitta hreint út sagt ótrúlega úr skotum sínum. Haukar hittu úr 14 af 22 þriggja stiga skotum sínum á meðan Keflavík var með 13 prósent nýtingu, voru 5 af 38. Haukar voru einnig að fá framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Daniela Wallen var með Keflavíkurliðið á bakinu. Hverjar stóðu upp úr? Sólrún Inga var besti leikmaður vallarins. Hún skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hún hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Keira Robinson skoraði 22 stig í liði Hauka og tók 12 fráköst. Þá skoraði Tinna Guðrún 18 stig. Hjá Keflavík var Daniela Wallen langbest með 30 stig, 16 fráköst og fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Á meðan Haukar hittu hreint út sagt ótrúlega þá gekk Keflvíkingum mjög illa að hitta úr skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflvíkingar mættu ekki nægilega vel til leiks og misstu Hauka fram úr sér mjög snemma. Það var erfitt fyrir þær að vera alltaf að elta. Hvað næst? Bæði þessi lið eru í hörkubaráttu í Subway-deildinni. Keflavík er á toppnum með tveimur stigum meira en Hauka. Keflvíkingar vilja eflaust hefna fyrir þetta tap með því að taka Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Erum búin að vinna þrisvar í röð og ætlum að vinna þann fjórða á næsta ári“ „Tilfinningin er helvíti góð. Ég er ótrúlega stoltur af því hvernig liðið kom inn í leikinn í dag og vorum við með gott jafnvægi frá fyrstu sekúndu,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið varð bikarmeistari í þriðja sinn í röð í dag. Haukar, sem eru í öðru sæti Subway-deildarinnar, mættu Keflavík, toppliði deildarinnar, í Laugardalshöll. Haukar byrjuðu ótrúlega vel í leiknum og enduðu á því að vinna magnaðan 28 stiga sigur. „Ég er með góða leikmenn. Við höfum verið í þessari stöðu áður. Þær voru í rosalega góðu jafnvægi. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við ætluðum okkur að hitta á góðan skotleik og til þess að gera það, þá þarf spennustigið að vera rétt. Við gáfum tóninn strax í byrjun og sigldum þessu ótrúlega vel í höfn.“ Bjarni á hliðarlínunni í dag.Vísir/Hulda Margrét Haukar skutu boltanum fáránlega vel í þessum leik. Þær skutu 64 prósent úr þriggja stiga skotum, en sjaldan hefur önnur eins prósenta sést – og hvað þá í svona mikilvægum leik. „Við lentum í ströggli í öðrum leikhluta á kafla þar sem við vorum ekki að hlaupa á móti pressunni eins og við ætluðum að gera. Við vorum að flýta okkur aðeins of mikið en þegar við löguðum það og náðum að hreyfa boltann meira þá fengum við fullt af opnum skotum. Við erum með marga góða skotmenn sem nýttu tækifærið í dag og negldu þessu niður.“ Stuðningurinn við lið Hauka var mjög góður í þessum leik. „Það var frábært að sjá. Þetta getur ekki verið betra.“ „Við erum búin að vinna þrisvar í röð og ætlum að vinna þann fjórða á næsta ári.“ Það sem gerir kannski þennan sigur magnaðari er að besta körfuboltakona Íslandssögunnar, Helena Sverrisdóttir, var ekki með Haukum í dag vegna meiðsla. Hún hefur verið fjarri góðu gamni en liðið hefur verið að stíga upp í hennar fjarveru. Hversu gott verður þetta lið þegar hún kemur til baka? „Við söknum Helenu klárlega mikið. Það vantaði líka Lovísu (Björt Henningsdóttur) áður. Við verðum að einbeita okkur að augnablikinu og vinna með þá leikmenn sem eru til staðar. Það er fullt af góðum leikmönnum í Haukum. Við hlökkum til að fá Helenu, hvenær sem það verður,“ sagði Bjarni að lokum. „Maður verður að nýta tækifærið þegar maður fær að spila hérna“ Sólrún Inga Gísladóttir var valin maður leiksins í sigri Hauka á Keflavík. Hún fór á kostum í leiknum og skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Ég get ekki lýst þessari tilfinningu. Þetta er ótrúlega gaman,“ sagði Sólrún í viðtali eftir leikinn. Haukar voru að spila á móti Keflavík. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar, en Keflavík er á toppnum með tveimur stigum meira en Haukar. Hvernig fór Haukaliðið að því að vinna svona stóran sigur í dag? „Við mættum bara tilbúnar. Við ætluðum okkur að mæta af krafti í leikinn og við gerðum það. Við kláruðum þetta strax.“ Sólrún hitti ótrúlega vel í leiknum, hún var fimm af sex í þristum. „Það var langt síðan við fengum að spila í Laugardalshöllinni síðast. Maður verður að nýta tækifærið þegar maður fær að spila hérna.“ Það eru spennandi mánuðir framundan í deildinni en Haukarnir stefna auðvitað á það að vinna tvöfalt. „Við erum með hörkulið og við vitum að við getum unnið alla leiki. Þessi leikur hér í dag sýnir það,“ sagði Sólrún að lokum. Bikarinn á loft.Vísir/Hulda Margrét „Ég hef bara aldrei séð annað eins í körfubolta“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir stórt tap gegn Haukum í úrslitum VÍS-bikars kvenna í dag. Haukar eru bikarmeistarar þriðja árið í röð. „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að gera betur, en ég tek hatt minn ofan fyrir Haukum. Þær spiluðu óaðfinnanlega í dag,“ sagði Hörður Axel eftir leik. „Það var ekki fræðilegur möguleiki að eiga við þær miðað við það hvernig þær voru að setja boltann ofan í körfuna.“ Haukar settu tóninn strax í byrjun leiks. „Það kom ekkert á óvart hvað þær voru að gera eða hvernig þær voru að spila. Þær hittu bara úr öllu sem þær köstuðu á körfuna. Þær voru með einhverja 70 prósent þriggja stiga nýtingu og ég hef bara aldrei séð annað eins í körfubolta.“ „Ef þú skýtur þannig, þá áttu skilið að vinna.“ Haukar skutu ótrúlega vel allan leikinn. Þær voru að skjóta 60 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik og enduðu leikinn með 64 prósent þriggja stiga nýtingu. „Maður hefur ekki séð svona áður. Mörg af þessum skotum voru erfið sköt – ekkert við vörnina að sakast.“ „Þetta er eitthvað sem við við verðum að læra af. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur hjá okkur er í þessari stöðu. Haukar eru að koma hérna í þriðja sinn í röð, en það útskýrir samt ekki alveg að þær séu að skjóta 70 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna.“ Keflavík er á toppnum í Subway-deildinni. Mun þetta gera liðið hungraðara fyrir framhaldið í deildinni? „Þetta mun svíða, alveg klárlega. Hungrið er alveg jafnmikið í byrjun leiks og í lok leiks. Við viljum rosalega gera vel, eins og við höfum verið að gera. Við höldum áfram á okkar vegferð,“ sagði Hörður Axel í lokin. VÍS-bikarinn Haukar Keflavík ÍF
Haukar eru bikarmeistarar kvenna í körfubolta þriðja árið í röð eftir magnaðan stórsigur gegn Keflavík í Laugardalshöll í dag. Haukar mættu mikið grimmari til leiks og lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta. Á kafla í fyrsta leikhluta leiddu Haukar með 16 stigum en að honum loknum var staðan 23-14 fyrir Haukaliðið. Keflavík endaði leikhlutann vel og fór þar Daniela Wallen fremst í flokki. Wallen hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og bætti bara í, en aðrir leikmenn Keflavíkur fylgdu ekki með henni. Hún skoraði alls 22 stig í fyrri hálfleiknum en aðrir leikmenn Keflavíkur gerðu tólf stig til samans. Hart barist.Vísir/Hulda Margrét Keflavík minnkaði muninn mest í fimm stig í öðrum leikhluta en Haukar náðu alltaf að spyrna sér frá þegar það kom smá áhlaup hjá Keflavík. Þrír leikmenn Hauka – Sólrún Inga Gísladóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson - fóru yfir tíu stig í fyrri hálfleiknum og var liðið heilt yfir að hitta gífurlega vel; Haukaliðið var að skjóta 52 prósent úr tveggja stiga skotum og 60 prósent úr þriggja stiga skotum. Það varð til þess að Haukar leiddu með tíu stigum í hálfleik. Það héldu líklega flestir að þriggja stiga nýting Hauka myndi hraka í seinni hálfleiknum, en svo var ekki. Bara alls ekki. Haukar enduðu leikinn á að hitta úr 64 prósent úr þriggja stiga skotum sem er hreint út sagt magnað. Keflavík komst aldrei nálægt í þriðja né fjórða leikhluta. Haukar stækkuðu forskot sitt jafnt og þétt og unnu að lokum mjög svo þægilegan, 94-66 sigur. Sigurinn var í raun aldrei í hættu nema í öðrum leikhluta þegar Keflavík minnkaði muninn í fimm stig. Keflvíkingar komust aldrei nær en það. Vísir/Hulda Margrét Mögnuð frammistaða hjá Haukum og munu leikmenn liðsins vonandi skemmta sér vel í kvöld. Það ber að hrósa stuðningsmönnum Hauka sem voru virkilega góðir í stúkunni á meðan leik stóð – stóðu þétt við bakið á sínu liði er þær urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð. Af hverju unnu Haukar? Munurinn var aðallega náttúrulega sá að Haukarnir voru að hitta hreint út sagt ótrúlega úr skotum sínum. Haukar hittu úr 14 af 22 þriggja stiga skotum sínum á meðan Keflavík var með 13 prósent nýtingu, voru 5 af 38. Haukar voru einnig að fá framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Daniela Wallen var með Keflavíkurliðið á bakinu. Hverjar stóðu upp úr? Sólrún Inga var besti leikmaður vallarins. Hún skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hún hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Keira Robinson skoraði 22 stig í liði Hauka og tók 12 fráköst. Þá skoraði Tinna Guðrún 18 stig. Hjá Keflavík var Daniela Wallen langbest með 30 stig, 16 fráköst og fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Á meðan Haukar hittu hreint út sagt ótrúlega þá gekk Keflvíkingum mjög illa að hitta úr skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflvíkingar mættu ekki nægilega vel til leiks og misstu Hauka fram úr sér mjög snemma. Það var erfitt fyrir þær að vera alltaf að elta. Hvað næst? Bæði þessi lið eru í hörkubaráttu í Subway-deildinni. Keflavík er á toppnum með tveimur stigum meira en Hauka. Keflvíkingar vilja eflaust hefna fyrir þetta tap með því að taka Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Erum búin að vinna þrisvar í röð og ætlum að vinna þann fjórða á næsta ári“ „Tilfinningin er helvíti góð. Ég er ótrúlega stoltur af því hvernig liðið kom inn í leikinn í dag og vorum við með gott jafnvægi frá fyrstu sekúndu,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið varð bikarmeistari í þriðja sinn í röð í dag. Haukar, sem eru í öðru sæti Subway-deildarinnar, mættu Keflavík, toppliði deildarinnar, í Laugardalshöll. Haukar byrjuðu ótrúlega vel í leiknum og enduðu á því að vinna magnaðan 28 stiga sigur. „Ég er með góða leikmenn. Við höfum verið í þessari stöðu áður. Þær voru í rosalega góðu jafnvægi. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við ætluðum okkur að hitta á góðan skotleik og til þess að gera það, þá þarf spennustigið að vera rétt. Við gáfum tóninn strax í byrjun og sigldum þessu ótrúlega vel í höfn.“ Bjarni á hliðarlínunni í dag.Vísir/Hulda Margrét Haukar skutu boltanum fáránlega vel í þessum leik. Þær skutu 64 prósent úr þriggja stiga skotum, en sjaldan hefur önnur eins prósenta sést – og hvað þá í svona mikilvægum leik. „Við lentum í ströggli í öðrum leikhluta á kafla þar sem við vorum ekki að hlaupa á móti pressunni eins og við ætluðum að gera. Við vorum að flýta okkur aðeins of mikið en þegar við löguðum það og náðum að hreyfa boltann meira þá fengum við fullt af opnum skotum. Við erum með marga góða skotmenn sem nýttu tækifærið í dag og negldu þessu niður.“ Stuðningurinn við lið Hauka var mjög góður í þessum leik. „Það var frábært að sjá. Þetta getur ekki verið betra.“ „Við erum búin að vinna þrisvar í röð og ætlum að vinna þann fjórða á næsta ári.“ Það sem gerir kannski þennan sigur magnaðari er að besta körfuboltakona Íslandssögunnar, Helena Sverrisdóttir, var ekki með Haukum í dag vegna meiðsla. Hún hefur verið fjarri góðu gamni en liðið hefur verið að stíga upp í hennar fjarveru. Hversu gott verður þetta lið þegar hún kemur til baka? „Við söknum Helenu klárlega mikið. Það vantaði líka Lovísu (Björt Henningsdóttur) áður. Við verðum að einbeita okkur að augnablikinu og vinna með þá leikmenn sem eru til staðar. Það er fullt af góðum leikmönnum í Haukum. Við hlökkum til að fá Helenu, hvenær sem það verður,“ sagði Bjarni að lokum. „Maður verður að nýta tækifærið þegar maður fær að spila hérna“ Sólrún Inga Gísladóttir var valin maður leiksins í sigri Hauka á Keflavík. Hún fór á kostum í leiknum og skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Ég get ekki lýst þessari tilfinningu. Þetta er ótrúlega gaman,“ sagði Sólrún í viðtali eftir leikinn. Haukar voru að spila á móti Keflavík. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar, en Keflavík er á toppnum með tveimur stigum meira en Haukar. Hvernig fór Haukaliðið að því að vinna svona stóran sigur í dag? „Við mættum bara tilbúnar. Við ætluðum okkur að mæta af krafti í leikinn og við gerðum það. Við kláruðum þetta strax.“ Sólrún hitti ótrúlega vel í leiknum, hún var fimm af sex í þristum. „Það var langt síðan við fengum að spila í Laugardalshöllinni síðast. Maður verður að nýta tækifærið þegar maður fær að spila hérna.“ Það eru spennandi mánuðir framundan í deildinni en Haukarnir stefna auðvitað á það að vinna tvöfalt. „Við erum með hörkulið og við vitum að við getum unnið alla leiki. Þessi leikur hér í dag sýnir það,“ sagði Sólrún að lokum. Bikarinn á loft.Vísir/Hulda Margrét „Ég hef bara aldrei séð annað eins í körfubolta“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir stórt tap gegn Haukum í úrslitum VÍS-bikars kvenna í dag. Haukar eru bikarmeistarar þriðja árið í röð. „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að gera betur, en ég tek hatt minn ofan fyrir Haukum. Þær spiluðu óaðfinnanlega í dag,“ sagði Hörður Axel eftir leik. „Það var ekki fræðilegur möguleiki að eiga við þær miðað við það hvernig þær voru að setja boltann ofan í körfuna.“ Haukar settu tóninn strax í byrjun leiks. „Það kom ekkert á óvart hvað þær voru að gera eða hvernig þær voru að spila. Þær hittu bara úr öllu sem þær köstuðu á körfuna. Þær voru með einhverja 70 prósent þriggja stiga nýtingu og ég hef bara aldrei séð annað eins í körfubolta.“ „Ef þú skýtur þannig, þá áttu skilið að vinna.“ Haukar skutu ótrúlega vel allan leikinn. Þær voru að skjóta 60 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik og enduðu leikinn með 64 prósent þriggja stiga nýtingu. „Maður hefur ekki séð svona áður. Mörg af þessum skotum voru erfið sköt – ekkert við vörnina að sakast.“ „Þetta er eitthvað sem við við verðum að læra af. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur hjá okkur er í þessari stöðu. Haukar eru að koma hérna í þriðja sinn í röð, en það útskýrir samt ekki alveg að þær séu að skjóta 70 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna.“ Keflavík er á toppnum í Subway-deildinni. Mun þetta gera liðið hungraðara fyrir framhaldið í deildinni? „Þetta mun svíða, alveg klárlega. Hungrið er alveg jafnmikið í byrjun leiks og í lok leiks. Við viljum rosalega gera vel, eins og við höfum verið að gera. Við höldum áfram á okkar vegferð,“ sagði Hörður Axel í lokin.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum