Á meðan Genoa er í harðri baráttu um að komast upp í Sere A er Venezia að reyna halda sæti sínu í deildinni. Mögulega myndu Íslendingarnir sem eru á mála hjá félaginu fá fleiri tækifæri fari svo að það falli niður í Serie C.
Staðan í leik kvöldsins var markalaus í hálfleik og raunar var hún það allt þangað til á 85. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Massimo Coda skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 1-0 og sigurinn gríðarlega mikilvægur fyrir Genoa í toppbaráttunni.
VINCIAMO NOI!
— Genoa CFC (@GenoaCFC) January 16, 2023
Il gol di Coda nei minuti finali regala 3 punti al Grifone. Dai Genoa!
#GenoaVenezia 1 -0 pic.twitter.com/cClRJDBaEJ
Þegar 20 umferðir eru búnar er Genoa í 3. sæti með 36 stig, sex stigum minna en topplið Frosinone en jafn mörg stig og Reggina sem situr í 2. sæti deildarinnar. Venezia er í 18. sæti með 20 stig.