Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 11:00 Solomon Pena var handtekinn af lögregluþjónum í gær. Hann er sakaður um að hafa skipulagt skotárásir á heimili minnst fjögurra Demókrata í New Mexico. AP/Roberto E. Rosales Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira