„Ég tognaði í þríhöfðanum og gat ekki kastað. Ég fann það í fyrstu vörn að þetta var ekki að ganga en ég reyndi eins og ég gat. Ég gat bara ýtt boltanum áfram,“ segir Ómar Ingi sem hefur verið að glíma við þessi meiðsli síðan í Ungverjaleiknum í Kristianstad.
„Ég hélt þetta væri orðið betra en svo tók þetta sig upp aftur. Ég hef ekki hugmynd hvað ég verð lengi frá.“
„Það var mjög svekkjandi að geta ekki meira í gær. Þetta var ömurlegt og ég hefði viljað spila leikinn. Við hefðum viljað gera betur í öllu í gær en við ætlum að klára leikinn á morgun með stæl.“