Flúði land í farbanni vegna nauðgunardóms Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. janúar 2023 07:00 Andrés var úrskurðaður í farbann til að tryggja nærveru hans á landinu þar til afplánun hefst. Vísir/Hulda Margrét Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi. Escobar lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Í febrúar á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Í dómi héraðsdóms kemur fram að aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021 hafi Andrés brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Fram kemur að Andrés hafi notfært sér ástand konunnar, það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og haft við hana samræði án hennar samþykkis þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans. Tæpum mánuði síðar, í mars greindi Vísir frá því að Andrés hefði áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þá kom fram að hann hefði verið úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Fram kom að farbannið væri í gildi til 1.september 2022. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Andrés. Heimilt að gefa út handtökuskipun Í skriflegu svari til Vísis staðfestir Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara að farið hafi verið yfir áframhaldandi farbann yfir Andrés eftir að dómur féll í Landsrétti. Dómstólar féllust á þá kröfu ákæruvaldsins. Að sögn Guðrúnar er tilgangur farbannsins að „tryggja nærveru á meðan meðferð fyrir dómstólum stendur og þar til afplánun hefst.“ Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga ber Fangelsismálastofnun að tilkynna dómþola um dóm hans og hvenær hann skuli mæta til afplánunar. Skal það gert bréflega og með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Mæti dómþoli ekki til afplánunar á þeim tíma sem ákveðinn er í tilkynningu felur stofnunin viðkomandi lögreglustjóra að hafa upp á honum og færa hann í fangelsi. Ef einstaklingurinn er erlendis er heimilt að gefa út alþjóðlega handtökuskipun og fara fram á framsal viðkomandi frá því landi þar sem hann er staddur. Segist hafa verið beittur óréttlæti Ef marka má frásagnir fjölmiðla í Kólumbíu virðist Andrés hins vegar vera kominn aftur til heimalandsins. Síðastliðinn miðvikudag mætti Andrés í útvarpsviðtal í þættinum Deporte sin Tabujos í Kólumbíu. Þar kemur fram að hann hafi snúið aftur til Kólumbíu fyrir einum og hálfum mánuði, nánar tiltekið til Cali. „Ég er heima í Cali. Sem betur fer náðist samkomulag og ég gat farið. Ég kom til Cali fyrir mánuði síðan og er mjög ánægður í faðmi fjölskyldunnar. [...] Málið er ennþá opið, en það náðist samkomulag af mannúðarástæðum,“ segir Andrés við þáttastjórnendur. Á öðrum stað í viðtalinu segir Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Þegar Andrés er spurður nánar út í hið svokallaða „samkomulag af mannúðarástæðum“ segir hann það tilkomið fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ „Það var fyrir tveimur mánuðum. Þetta var spurning um að lifa af. Á tímabili hélt ég að ég myndi deyja,“ segir Andrés og bætir síðan við: „Ég hitti líka vin sem er mikill aðdáandi Millonarios og hann var með tengiliði á Íslandi og á Spáni og það er honum að þakka að ég komst út.“ Andrés er spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans séu. Svo virðist sem yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi sé ekki ofarlega í huga knattspyrnumannsins. Hann segist hafa fundið stuðning frá fólki. „Það fyllir mig stolti og þakklæti. Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu hafa einnig unnið fréttir upp úr viðtali Deporte sin Tabujos, þar á meðal Infobae, Public Metro, Semana, El Tiempo, og Head Topics. Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Escobar í Leikni Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis. 24. mars 2021 19:20 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Escobar lék með Leikni úr Reykjavík í úrvalsdeild karla sumarið 2021. Hann lék átján deildarleiki og skoraði tvö mörk fyrir Breiðholtsliðið. Hann yfirgaf það eftir tímabilið. Í febrúar á seinasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Andrés í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Í dómi héraðsdóms kemur fram að aðfaranótt sunnudagsins 19. september 2021 hafi Andrés brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Fram kemur að Andrés hafi notfært sér ástand konunnar, það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og haft við hana samræði án hennar samþykkis þar sem hún lá illa áttuð í sófa á heimili hans. Tæpum mánuði síðar, í mars greindi Vísir frá því að Andrés hefði áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þá kom fram að hann hefði verið úrskurðaður í farbann þar til dómur Landsréttar lægi fyrir. Fram kom að farbannið væri í gildi til 1.september 2022. Þann 22.september síðastliðinn staðfesti Landsréttur síðan Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Andrés. Heimilt að gefa út handtökuskipun Í skriflegu svari til Vísis staðfestir Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara að farið hafi verið yfir áframhaldandi farbann yfir Andrés eftir að dómur féll í Landsrétti. Dómstólar féllust á þá kröfu ákæruvaldsins. Að sögn Guðrúnar er tilgangur farbannsins að „tryggja nærveru á meðan meðferð fyrir dómstólum stendur og þar til afplánun hefst.“ Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga ber Fangelsismálastofnun að tilkynna dómþola um dóm hans og hvenær hann skuli mæta til afplánunar. Skal það gert bréflega og með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Mæti dómþoli ekki til afplánunar á þeim tíma sem ákveðinn er í tilkynningu felur stofnunin viðkomandi lögreglustjóra að hafa upp á honum og færa hann í fangelsi. Ef einstaklingurinn er erlendis er heimilt að gefa út alþjóðlega handtökuskipun og fara fram á framsal viðkomandi frá því landi þar sem hann er staddur. Segist hafa verið beittur óréttlæti Ef marka má frásagnir fjölmiðla í Kólumbíu virðist Andrés hins vegar vera kominn aftur til heimalandsins. Síðastliðinn miðvikudag mætti Andrés í útvarpsviðtal í þættinum Deporte sin Tabujos í Kólumbíu. Þar kemur fram að hann hafi snúið aftur til Kólumbíu fyrir einum og hálfum mánuði, nánar tiltekið til Cali. „Ég er heima í Cali. Sem betur fer náðist samkomulag og ég gat farið. Ég kom til Cali fyrir mánuði síðan og er mjög ánægður í faðmi fjölskyldunnar. [...] Málið er ennþá opið, en það náðist samkomulag af mannúðarástæðum,“ segir Andrés við þáttastjórnendur. Á öðrum stað í viðtalinu segir Andrés að hann hafi „biðlað til yfirvalda“ um hjálp. „Í sannleika sagt bjóst ég við meira af þeim, og það var undir mér komið að leysa þetta og hér er ég í dag.“ Þegar Andrés er spurður nánar út í hið svokallaða „samkomulag af mannúðarástæðum“ segir hann það tilkomið fyrir tilstilli Gustavo Quijano frá Knattspyrnusambandi Kólumbíu, sem og „nokkurra annarra utanaðkomandi.“ „Það var fyrir tveimur mánuðum. Þetta var spurning um að lifa af. Á tímabili hélt ég að ég myndi deyja,“ segir Andrés og bætir síðan við: „Ég hitti líka vin sem er mikill aðdáandi Millonarios og hann var með tengiliði á Íslandi og á Spáni og það er honum að þakka að ég komst út.“ Andrés er spurður að því í þættinum hver framtíðaráform hans séu. Svo virðist sem yfirvofandi fangelsisvist á Íslandi sé ekki ofarlega í huga knattspyrnumannsins. Hann segist hafa fundið stuðning frá fólki. „Það fyllir mig stolti og þakklæti. Það eina sem ég vil er að geta haldið áfram að spila.“ Fjölmargir vefmiðlar í Kólumbíu hafa einnig unnið fréttir upp úr viðtali Deporte sin Tabujos, þar á meðal Infobae, Public Metro, Semana, El Tiempo, og Head Topics.
Kólumbía Fótbolti Kynferðisofbeldi Dómsmál Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52 Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29 Escobar í Leikni Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis. 24. mars 2021 19:20 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. 22. september 2022 15:52
Dæmdur fyrir nauðgun en segist beittur órétti á Íslandi Knattspyrnumaðurinn Andrés „Manga“ Escobar hélt fram sakleysi sínu í viðtali við kólumbíska þáttinn Primer Toque, eftir að hafa verið dæmdur fyrir nauðgun á Íslandi. 15. mars 2022 14:29
Escobar í Leikni Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis. 24. mars 2021 19:20
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent