Innlent

Haga­vagninn tjónaður eftir bruna

Árni Sæberg skrifar
Hagavagninn stendur við Hagamel, steinsnar frá Sundlaug Vesturbæjar.
Hagavagninn stendur við Hagamel, steinsnar frá Sundlaug Vesturbæjar. Vísir/Kolbeinn Tumi

Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum.

Í tilkynningu á Facebook-síðu slökkviliðsins segir að því miður sé Hagavagninn tjónaður eftir að eldur læsti sér í hann og að unnið verði að slökkvistörfum eitthvað fram eftir morgni. 

Að öðru leyti hafi áhafnir sjúkrabíla haft í nægu að snúast síðasta sólarhringinn. 84 boðunum hafi verið sinnt, þar af þrjátíu forgangsverkefnum og 25 verkefnum eftir miðnætti

Þá hafi dælubílar verið sendir í sex verkefni, þrjú vegna vatnstjóna, eitt vegna brunakerfis sem fór í gang, eitt vegna umferðarslyss og loks til að slökkva í Hagavagninum.


Tengdar fréttir

Haga­vagninn verður rifinn og endur­reistur

Hagavagninum er verið að breyta í hamborgarastað um þessar mundir en ekki tókst að gera hann upp, því þarf að rífa hann og byggja nýjan. Einn aðstandenda vagnsins, Emmsjé Gauti, segir þetta sorglegt en er bjartsýnn á að nýi vagninn muni ekki valda vonbrigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×