„Verður ekki betra en þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2023 07:00 Mikel Arteta fagnar. Mark Leech/Getty Images „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Man United er eina liðið sem hefur unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Gestirnir mættu með laskað lið til leiks þar sem Casemiro, einn þeirra albesti leikmaður, var í leikbanni og þá voru þeir Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial ekki með vegna meiðsla. Það nýtti Arsenal sér og hefndi fyrir tapið á Old Trafford með vægast sagt dramatískum 3-2 sigir þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Arteta var í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Að koma hingað eftir nágrannaslaginn gegn Tottenham Hotspur og spila svona, gegn þessu liði er ótrúlegt. Sérstaklega í seinni hálfleik. Að vinna á þennan hátt gerir þetta enn betra.“ „Ég held að andlega og tilfinningalega séum við mjög yfirvegaðir, en rosalega ákveðnir á sama tíma. Við fórum aldrei yfir um, héldum alltaf trú og héldum áfram að gera sömu hlutian og trúðum alltaf að við gætum náð í sigur.“ Mikel Arteta was loving the late win against United pic.twitter.com/g0an97OZ1E— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 „Við sýndum mikla yfirvegun inn í vítateignum en boltinn vildi ekki inn, sem betur fer gerði hann það í lokin og við náðum að vinna leikinn.“ „Þetta er lið, sérstaklega þegar þeir komast yfir, sem er mjög erfitt að spila gegn. Þeir þurfa ekki mikið til að búa til færi, elska að hafa svæði til að sækja í og refsa grimmilega ef þú nýtir ekki aðgerðirnar þínar á síðasta þriðjungi. En mér fannst við meðhöndla það vel.“ „Það er hægt að tala um þroska og trú en þú þarft samt að sýna gæði og þrautseigju til að halda áfram ásamt því að hafa sjálfstraustið til að gera það. Við fórum með leikinn þangað sem við vildum og ég er mjög ánægður, strákarnir áttu það skilið. Og svo þakka ég áhorfendum því þetta var ótrúlegt kvöld með þeim.“ A sensational start for Arsenal and Mikel Arteta pic.twitter.com/DqAUgV3waX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2023 „Ég tel okkur eiga skilið að vera þar sem við erum út af því hvernig við höfum spilað. Það er samt margt sem við getum gert mun betur. Það er erfitt að vinna leiki í úrvalsdeildinni, munurinn er svo lítill. Öll lið eru vel mönnuð og munu gera þér lífið leitt. Við vitum það og þurfum að undirbúa okkur undir það á hverjum degi.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira