Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2023 09:39 Heimaey 25. janúar 1973 á þriðja degi eldgossins. Mynd/Sigurjón Einarsson flugstjóri. Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn. Eldgosið telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. Eldgosið stóð yfir í rúma fimm mánuði. Nýtt fjall, sem síðar hlaut nafnið Eldfell, byggðist upp á meðan hraun og aska eyðilögðu sífellt fleiri hús. Menn buðu þó náttúruöflunum birginn og beittu hraunkælingu í von um að verja byggðina og einkum höfnina. Strandlengjan er mikið breytt frá því þessi mynd var tekin.Mynd/Ingvart Friðleifsson Þegar gosið var í sínum mesta ham og þykkt öskulag lagðist yfir stóran hluta bæjarins þótti tvísýnt um framtíð byggðarinnar. Gosinu lauk þó um síðir, við tók endurreisnin og Vestmannaeyjar náðu ótrúlega fljótt fyrri styrk sínum sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins með blómlegu mannlífi. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Af atburðum í Eyjum í dag má nefna að klukkan 12 á hádegi hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Hápunkturinn verður í kvöld. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Prestar Eyjamanna fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon, sem er sonur Magnúsar H. Magnússonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja á gostímanum. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna í ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur áður gert um hamfarirnar: Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Eldgosið telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar. Eldgosið stóð yfir í rúma fimm mánuði. Nýtt fjall, sem síðar hlaut nafnið Eldfell, byggðist upp á meðan hraun og aska eyðilögðu sífellt fleiri hús. Menn buðu þó náttúruöflunum birginn og beittu hraunkælingu í von um að verja byggðina og einkum höfnina. Strandlengjan er mikið breytt frá því þessi mynd var tekin.Mynd/Ingvart Friðleifsson Þegar gosið var í sínum mesta ham og þykkt öskulag lagðist yfir stóran hluta bæjarins þótti tvísýnt um framtíð byggðarinnar. Gosinu lauk þó um síðir, við tók endurreisnin og Vestmannaeyjar náðu ótrúlega fljótt fyrri styrk sínum sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins með blómlegu mannlífi. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Af atburðum í Eyjum í dag má nefna að klukkan 12 á hádegi hefst sérstakur minningarfundur bæjarstjórnar í Ráðhúsinu. Forseti Íslands ávarpar fundinn. Hápunkturinn verður í kvöld. Klukkan 18:45 verður safnast saman fyrir utan Landakirkju. Þaðan verður lagt af stað í blysför og göngu að Eldheimum klukkan 19:00. Prestar Eyjamanna fara með blessunarorð við upphaf göngu. Minningarviðburður í Eldheimum hefst svo klukkan 19:30. Þar flytja ávarp forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar, Páll Magnússon, sem er sonur Magnúsar H. Magnússonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja á gostímanum. Hér má rifja upp eldgosið og heyra frásagnir Eyjamanna í ýmsum þáttum sem Stöð 2 hefur áður gert um hamfarirnar:
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira