Bjarni vill gjalda varhug við hatursorðræðunámskeiði Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2023 16:23 Katrín hefur boðað þingsályktunartillögu um hatursorðræðu en hún mun fela í sér meðal annars að opinberum starfsmönnum og kjörnum fulltrúum verði gert að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu. Ekki er á vísan að róa með hvort hún njóti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar með það erindi. vísir/vilhelm Ekki var að heyra á Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann muni styðja tillögu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill leggja fyrir þingið, að opinberir starfsmenn og kjörnir fulltrúar verði skikkaðir til að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tillögu sem Katrín hefur boðað og felur í sér það að opinberir starfsmenn sitji skyldunámskeið þar sem fjallað verður um hatursorðræðu sem Katrín segir að hafi færst mjög í aukana á Íslandi að undanförnu. Sigmundur Davíð vildi heyra hver afstaða Bjarna er til málsins og gekk á hann í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Ætlar Bjarni virkilega að styðja innrætingarnámskeið? Sigmundur Davíð hafði áður spurt Bjarna hvort vænta mætti einhverra fullmótaðra hugmynda um hvernig taka ætti á hælisleitendamálum, og aðgerða í kjölfarið. Bjarni hafði sagt að vissulega væri um vandasaman málaflokk að ræða, umsóknum hafi fjölgað mikið með gríðarlegum kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. En hann sneri upp á spurninguna og spurði hvort dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, sem væri með tilbúið frumvarp, ætti ekki skilið svör frá þinginu sem væri stöðugt að finna nýja fleti á þessu máli? Sigmundur Davíð taldi Bjarna ekki hafa svarað spurningum sínum, hvort von sé á einhverju sem raunverulega getur haft áhrif á ástandið; „hvetur þingið bara til að afgreiða litla útþynnta útlendingafrumvarpið“. Sigmundur vatt þá kvæði sínu í kross, og sagði að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tilkynnt um hátíðirnar að til stæði að skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið, einhvers konar „innrætingarnámskeið“. Sigmundur spurði Bjarna hvort hann og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu virkilega að styðja slíkt og þá stofnun sem ætti að fylgja slíku? „Er það ásættanlegt, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins að á Íslandi, á 21. öld í frjálsyndu lýðræðisríki eins og það hefur jafnan verið talið, að yrðu innleidd skyldunámskeið um hugarfar og tjáningu fyrir ríkisstarfsmenn, opinbera starfsmenn almennt og stjórnmálamenn?“ spurði Sigmundur Davíð og ljóst að honum þykja þær fyrirætlanir fráleitar. Bjarni geldur varhug við slíku námskeiðahaldi „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að með þessu þingmáli sem er hér til afgreiðslu á Alþingi um málefni flóttafólks eða hælisleitenda, þeirra sem óska eftir alþjóðlegri vernd, að málinu verði lokið með þessu þingmáli. Þetta er stöðug vinna og ráðherrann verður áfram með vaktina yfir þann málaflokk. Til að skoða hvað fleira þarf að gera,“ svaraði Bjarni Sigmundi sem hafði lymskulega spurt hvort sitjandi ráðherra yrði til að fylgja því máli eftir? Með öðrum orðum dregur Bjarni ekki úr óvissu um hvort Guðrún Hafsteinsdóttir taki við ráðherrastóli Jóns í mars, eins og hún hefur sjálf sagt, eða ekki. Bjarni vék þá að seinni lið spurninga Sigmundar er varðar boðað hatursorðræðunámskeið Katrínar. „Ég hef skilið það þannig varðandi þá umræðu sem átt hefur sér stað um hatursorðræðu að það hafi verið einhver starfshópur sem gerði þetta að tillögu sinni og forsætisráðherra hyggist fleyta þeirri tillögu hingað inn á þingið,“ sagði Bjarni. Og hélt svo áfram: „Almennt séð verð ég að segja að ég geld mikinn varhug við því að skylda fólk til að fara á námskeið um einhverja tiltekna hluti. Og ætla að áskilja mér rétt til að skoða tillöguna þegar hún kemur fram, hvers vegna hún er komin fram og hversu líklegt er að hún kunni að koma að einhverju gagni yfir höfuð um þessi efni. En hana hef ég einfaldlega ekki séð ennþá.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Rekstur hins opinbera Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tillögu sem Katrín hefur boðað og felur í sér það að opinberir starfsmenn sitji skyldunámskeið þar sem fjallað verður um hatursorðræðu sem Katrín segir að hafi færst mjög í aukana á Íslandi að undanförnu. Sigmundur Davíð vildi heyra hver afstaða Bjarna er til málsins og gekk á hann í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Ætlar Bjarni virkilega að styðja innrætingarnámskeið? Sigmundur Davíð hafði áður spurt Bjarna hvort vænta mætti einhverra fullmótaðra hugmynda um hvernig taka ætti á hælisleitendamálum, og aðgerða í kjölfarið. Bjarni hafði sagt að vissulega væri um vandasaman málaflokk að ræða, umsóknum hafi fjölgað mikið með gríðarlegum kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. En hann sneri upp á spurninguna og spurði hvort dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, sem væri með tilbúið frumvarp, ætti ekki skilið svör frá þinginu sem væri stöðugt að finna nýja fleti á þessu máli? Sigmundur Davíð taldi Bjarna ekki hafa svarað spurningum sínum, hvort von sé á einhverju sem raunverulega getur haft áhrif á ástandið; „hvetur þingið bara til að afgreiða litla útþynnta útlendingafrumvarpið“. Sigmundur vatt þá kvæði sínu í kross, og sagði að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tilkynnt um hátíðirnar að til stæði að skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið, einhvers konar „innrætingarnámskeið“. Sigmundur spurði Bjarna hvort hann og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu virkilega að styðja slíkt og þá stofnun sem ætti að fylgja slíku? „Er það ásættanlegt, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins að á Íslandi, á 21. öld í frjálsyndu lýðræðisríki eins og það hefur jafnan verið talið, að yrðu innleidd skyldunámskeið um hugarfar og tjáningu fyrir ríkisstarfsmenn, opinbera starfsmenn almennt og stjórnmálamenn?“ spurði Sigmundur Davíð og ljóst að honum þykja þær fyrirætlanir fráleitar. Bjarni geldur varhug við slíku námskeiðahaldi „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að með þessu þingmáli sem er hér til afgreiðslu á Alþingi um málefni flóttafólks eða hælisleitenda, þeirra sem óska eftir alþjóðlegri vernd, að málinu verði lokið með þessu þingmáli. Þetta er stöðug vinna og ráðherrann verður áfram með vaktina yfir þann málaflokk. Til að skoða hvað fleira þarf að gera,“ svaraði Bjarni Sigmundi sem hafði lymskulega spurt hvort sitjandi ráðherra yrði til að fylgja því máli eftir? Með öðrum orðum dregur Bjarni ekki úr óvissu um hvort Guðrún Hafsteinsdóttir taki við ráðherrastóli Jóns í mars, eins og hún hefur sjálf sagt, eða ekki. Bjarni vék þá að seinni lið spurninga Sigmundar er varðar boðað hatursorðræðunámskeið Katrínar. „Ég hef skilið það þannig varðandi þá umræðu sem átt hefur sér stað um hatursorðræðu að það hafi verið einhver starfshópur sem gerði þetta að tillögu sinni og forsætisráðherra hyggist fleyta þeirri tillögu hingað inn á þingið,“ sagði Bjarni. Og hélt svo áfram: „Almennt séð verð ég að segja að ég geld mikinn varhug við því að skylda fólk til að fara á námskeið um einhverja tiltekna hluti. Og ætla að áskilja mér rétt til að skoða tillöguna þegar hún kemur fram, hvers vegna hún er komin fram og hversu líklegt er að hún kunni að koma að einhverju gagni yfir höfuð um þessi efni. En hana hef ég einfaldlega ekki séð ennþá.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Rekstur hins opinbera Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira