„Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. janúar 2023 19:48 Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan. Lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Elfar Steinn Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27