Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2023 11:05 Hinn 22 ára Yusef Muhaisen borinn til grafar en hann var meðal þeirra sem lést í átökunum við Ísraela í gær. AP/Majdi Mohammed Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira