Hetja Dana var búinn að panta lestarmiða heim á miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 16:01 Rasmus Lauge Schmidt fagnar með liðsfélögum sínum í danska landsliðinu. AP/Jessica Gow Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik þegar Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær en þessi frammistaða hans komu heldur betur úr óvæntri átt. Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Lauge skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í leiknum og kom til bjargar eftir að Mikkel Hansen fann sig ekki á móti frönsku vörninni. Lauge fékk mikið hrós frá liðsfélögunum sínum eftir leik en hann varð þarna aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að skora tíu mörk í úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Það merkilegasta við frammistöðu Lauge var að hann hafði aðeins spilað 23 mínútur í mótinu fyrir úrslitaleikinn og ekki skorað eitt einasta mark á öllu heimsmeistaramótinu. Öll þrjú skotin hans höfðu misfarist fyrir leikinn og hann hafði aðallega spilað í vörninni þegar hann kom við sögu. Rasmus Lauge meiddist nefnilega fyrir mótið og það leit út fyrir að hann myndi missa af öllu heimsmeistaramótinu. Danske medier hylder Lauge og landstræner efter VM-triumf https://t.co/yljocABohL #hndbld #håndbold pic.twitter.com/2pHum6bs33— JP Sport (@sportenJP) January 30, 2023 Hann var búinn að bóka lestarmiða heim en síðasta prófið sem hann fór í kom nægilega vel út þannig að hann gerði það ekki. „Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta er mjög aðdáunarvert,“ sagði Mikkel Hansen um frammistöðu Rasmus Lauge eftir úrslitaleikinn „Þetta er eitt það fallegasta sem ég hef séð. Það var ekki meira en vika síðan að hann reifst við Nikolaj (Jacobsen, þjálfara), um hvort hann yrði sendur heim. Ég stóð þá, horfði á hann og dáðist að honum. Hann var svo stoltur. Það er málið. Hann veit um hvað þetta snýst. Hann er einn sá besti í heimi en hefur bara verið óheppinn,“ sagði Mathias Gidsel, sem var sjálfur kosinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Rasmus Lauge kemur hér Dönum í fjögurra marka forskot og Frakkar virðast ráðalausir hér fyrstu mínútur leiksins. pic.twitter.com/rtmbtH4PoZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira