Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 10:33 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Rut Sigurðardóttir Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“ Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58