Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. janúar 2023 17:19 Hægt er að útskýra vísitölu neysluverðs með því að taka sem dæmi matarkörfu neytenda. Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta. Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta.
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58
Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16