Þetta staðfesti Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Lazio í átta liða úrslitum ítalska bikarsins annað kvöld. Þar kom fram að serbneski framherjinn Dušan Vlahović verði í byrjunarliðinu en Pogba sé kominn aftur á meiðslalistann. Vlahović hefur ekki byrjað leik síðan í október og sagðist Allegri ekki viss hvort hann gæti spilað allan leikinn frá upphafi til enda.
Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann sneri aftur til Ítalíu frá Manchester United. Miðjumaðurinn knái var á bekknum í óvæntu tapi gegn Monza í síðustu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, en þá hafði hann verið náð að æfa með liðsfélögunum sínum í dágóða stund. Það virðist hafa komið bakslag í meiðslin og nú er Pogba aftur á meiðslalistanum.
Juventus þarf að rífa sig upp gegn Lazio ef ekki á illa að fara en liðið er í frjálsu falli eftir að 15 stig voru dæmd af því þar sem bókhald félagsins stemmdi ekki. Juventus hefur áfrýjað en eins og staðan er í dag er liðið í 13. sæti Serie A með 23 stig að loknum 20 leikjum.