Vann alla leikina en fær ekki að þjálfa suður-kóresku stelpurnar áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 16:00 Kim Rasmussen er hættur sem landsliðsþjálfari þrátt fyrir sextán sigra í sextán leikjum. Getty/Lukasz Laskowski Danski handboltaþjálfarinn Kim Rasmussen fær ekki nýjan samning sem þjálfari suður-kóreska kvennalandsliðsins í handbolta þrátt fyrir gott gengi. Hinn fimmtugi Rasmussen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir aðeins átta mánuði. Hann var ráðinn til starfa í maí 2022. TV2 fjallar um málið. Samkvæmt Rasmussen þá vann liðið alla sextán leikina undir hans stjórn en það voru bæði æfinga- og keppnisleikir. Rasmussen vann með Bo Rudgaard og þeir fengu fyrst átta mánaða samning. Hann var ekki endurnýjaður. Ástæðan fyrir því að Rasmussen fékk ekki áframhaldandi samning var að hann vildi hlífa suður-kóresku leikmönnunum of mikið. „Þetta er alltaf leiðinlegt en þegar upp var staðið þá var menningarmunurinn of erfiður til að vinna með. Eitt af því sem ég geri alltaf er að verja mína leikmenn, sjá til þess að þeir séu í eins góðu formi og þeir geta en um leið að forðast meiðsli,“ skrifaði Kim Rasmussen og vísar þar í deilur hans við suður-kóreska handboltasambandið um æfingaálag. Handboltasambandið vildi að leikmenn liðsins æfðu þrisvar á dag og þá oft tvo til þrjá tíma í seinn. Rasmussen var ekki sammála þessu og lagði meira upp úr gæðum en magni æfinga. „Við skiptum út eldri leikmönnum fyrir yngri eins og þeir báðu okkur um en það var ekki nóg. Þá spurði ég mig: Hvað er nógu gott? Hvað gætum við gert meira?“ skrifaði Rasmussen. Rasmussen hefur þjálfað önnur kvennalandslið eins og landslið Svartfjallalands, Ungverjalands og Pólland. Undir hans stjórn fóru þær pólsku tvisvar í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Handbolti Suður-Kórea Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Hinn fimmtugi Rasmussen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir aðeins átta mánuði. Hann var ráðinn til starfa í maí 2022. TV2 fjallar um málið. Samkvæmt Rasmussen þá vann liðið alla sextán leikina undir hans stjórn en það voru bæði æfinga- og keppnisleikir. Rasmussen vann með Bo Rudgaard og þeir fengu fyrst átta mánaða samning. Hann var ekki endurnýjaður. Ástæðan fyrir því að Rasmussen fékk ekki áframhaldandi samning var að hann vildi hlífa suður-kóresku leikmönnunum of mikið. „Þetta er alltaf leiðinlegt en þegar upp var staðið þá var menningarmunurinn of erfiður til að vinna með. Eitt af því sem ég geri alltaf er að verja mína leikmenn, sjá til þess að þeir séu í eins góðu formi og þeir geta en um leið að forðast meiðsli,“ skrifaði Kim Rasmussen og vísar þar í deilur hans við suður-kóreska handboltasambandið um æfingaálag. Handboltasambandið vildi að leikmenn liðsins æfðu þrisvar á dag og þá oft tvo til þrjá tíma í seinn. Rasmussen var ekki sammála þessu og lagði meira upp úr gæðum en magni æfinga. „Við skiptum út eldri leikmönnum fyrir yngri eins og þeir báðu okkur um en það var ekki nóg. Þá spurði ég mig: Hvað er nógu gott? Hvað gætum við gert meira?“ skrifaði Rasmussen. Rasmussen hefur þjálfað önnur kvennalandslið eins og landslið Svartfjallalands, Ungverjalands og Pólland. Undir hans stjórn fóru þær pólsku tvisvar í undanúrslit á heimsmeistaramóti.
Handbolti Suður-Kórea Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira