Lestur Fréttablaðsins hrynur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 13:29 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í nýjustu lestrarkönnun Gallups, sem aðgengileg er hér. Þar má sjá að á milli síðastliðins desembermánaðar og janúarmánaðar fór hlutdeild Fréttablaðsins í lestri úr 28,2 prósent í 15,7 prósent. Er að um að ræða rúma 44 prósent lækkun á milli mánaða. Ákveðið var í upphafi árs að hætta að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Þess í stað var ákveðið að blaðið yrði aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er breytingin meiri. Þar fer lestur Fréttablaðsins úr 34,6 prósentum í 17,2 prósent. Er þar um að ræða rétt rúmlega 50 prósent minnkun á lestri. Morgunblaðið er því orðið mest lesni prentmiðillinn af þeim þremur sem koma út oftar en vikulega. Morgunblaðið bætir lítillega við sig lestri yfir sama tímabil, fer úr 17,8 prósent í 18,9. Sé bara litið til höfuðborgarsvæðisins fer lestur Morgunblaðsins úr 19,7 prósent í 19,9 prósent. Í frétt Fréttablaðsins, þar sem tilkynnt var um breytingar á dreifingu blaðsins, kom fram að ekki væri búist við því að þær myndu hafa áhrif á lesturinn. Fréttablaðið rekur einnig fréttavefinn frettabladid.is, sem hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur landsins. Sjá má á vef Gallups að lestur þar hefur aukist frá því í desember. Vefurinn á samt sem áður þó nokkuð í land til að ná lestri Vísis og mbl.is, sem bítast um yfirleitt um efsta sætið á listanum. Ekki hefur náðst í Jón Þórisson, forstjóra Torgs, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í nýjustu lestrarkönnun Gallups, sem aðgengileg er hér. Þar má sjá að á milli síðastliðins desembermánaðar og janúarmánaðar fór hlutdeild Fréttablaðsins í lestri úr 28,2 prósent í 15,7 prósent. Er að um að ræða rúma 44 prósent lækkun á milli mánaða. Ákveðið var í upphafi árs að hætta að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Þess í stað var ákveðið að blaðið yrði aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins er breytingin meiri. Þar fer lestur Fréttablaðsins úr 34,6 prósentum í 17,2 prósent. Er þar um að ræða rétt rúmlega 50 prósent minnkun á lestri. Morgunblaðið er því orðið mest lesni prentmiðillinn af þeim þremur sem koma út oftar en vikulega. Morgunblaðið bætir lítillega við sig lestri yfir sama tímabil, fer úr 17,8 prósent í 18,9. Sé bara litið til höfuðborgarsvæðisins fer lestur Morgunblaðsins úr 19,7 prósent í 19,9 prósent. Í frétt Fréttablaðsins, þar sem tilkynnt var um breytingar á dreifingu blaðsins, kom fram að ekki væri búist við því að þær myndu hafa áhrif á lesturinn. Fréttablaðið rekur einnig fréttavefinn frettabladid.is, sem hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur landsins. Sjá má á vef Gallups að lestur þar hefur aukist frá því í desember. Vefurinn á samt sem áður þó nokkuð í land til að ná lestri Vísis og mbl.is, sem bítast um yfirleitt um efsta sætið á listanum. Ekki hefur náðst í Jón Þórisson, forstjóra Torgs, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19