„Leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun“ Atli Arason skrifar 3. febrúar 2023 23:01 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að grínast örlítið og brosa út að eyrum eftir öflugan 20 stiga sigur hans manna á heimavelli gegn Breiðablik í kvöld, 109-89. „Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
„Flottur leikur þar sem allir voru að leggja í púkkið, eintóm gleði og gaman. Varnarlega fannst mér við vera frábærir og sérstaklega fyrstu 15 mínúturnar. Þetta var fínasta frammistaða en það vantaði einbeitinguna á köflum,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Með einbeitingarleysi átti Hjalti þá sérstaklega við kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem Keflavík var komið í 23 stiga forskot um miðbik 2. leikhluta en missti það niður í sjö stig á rúmum fjórum mínútum. „Það voru margir mættir á völlinn og það er leiðinlegt að horfa á leik með tæpum 30 stiga mun,“ grínaðist Hjalti og hló áður en hann bætti við. „Nei nei alls ekki, við þurfum auðvitað að halda einbeitingu og klára leikinn þegar við erum komnir 20 og eitthvað stigum yfir en við gerðum vel að svara áhlaupinu þeirra, við gerðum síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og menn gerðu vel að svara fyrir sig.“ „Það var einbeitingarleysi og þá sérstaklega í innköstum hjá okkur við endalínuna þar sem þeir fengu a.m.k. tvo galopna þrista og það á bara ekki að gerast.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali fyrir leikinn að Blikarnir ætluðu að spila hraðan og skemmtilegan bolta, ásamt litlum sem engum varnarleik. Aðspurður út í varnarleysi Breiðabliks sagði Hjalti það spilast vel upp í hendurnar á sínum leikmönnum en það væri þó eitthvað sem menn þurfa að passa sig á. „Það sást fyrstu 15 mínúturnar þar sem við skoruðum nánast úr hverri sókn. Svo fórum við svolítið að fara út úr okkar plani og vorum kærulausir að taka léleg skot og framkvæma sóknirnar okkar illa. Þá hlaupa þeir í bakið á þér og þeir eru mjög fljótir að setja punkta á töfluna.“ Jaka Brodnik hefur ekkert spilað með Keflvíkingum síðan fyrir jól vegna axlarmeiðsla en hann tók örlítinn þátt í upphitun Keflavík fyrir leikinn í kvöld án þess að beita sér að einhverri hörku. Hjalti býst við að Brodnik verður mættur aftur á leikvöllinn í næsta mánuði. „Við erum að stefna á mars en það er svo sem ekki alveg vitað. Hann er byrjaður að æfa aðeins, farinn að skjóta og hreyfa sig eitthvað. Hann er að verða góður í öxlinni en honum þarf að líða vel með það og vera tilbúinn að leggja sig fram og beita sér að krafti,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira