Erlent

Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn

Árni Sæberg skrifar
Oleksii Reznikov verður ekki lengur varnarmálaráðherra Úkraínu.
Oleksii Reznikov verður ekki lengur varnarmálaráðherra Úkraínu. Thomas Lohnes/Getty

Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi.

„Stríðið krefst mannabreytinga hjá stjórnvöldum,“ sagði David Arakhamia, þingmaður og náinn samstarfsmaður Selenskís Úkraínuforseta, á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. Reuters greinir frá.

Reznikov hverfur þó ekki alfarið frá stjórnmálum og verður skipaður í annað ráðherraembætti, að sögn Arakhamia.

Hann segir að ráðuneytum, sem tengjast stríðinu, ætti ekki að vera stýrt af stjórnmálamönnum heldur mönnum með reynslu af hernaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×