Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Halldóra Fríða forseti bæjarstjórnar gat engu svarað um málið, hvorki hvort bæjarstjórn ætlaði að bregðast við né hvert ætti að leita til að fá svör. Vísir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0 Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0
Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Sjá meira
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59