Það höfðu þrjú gul spjöld farið á loft áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Spænski vængmaðurinn Pedro var þar að verki eftir sendingu Danilo Cataldi og staðan því 1-0 Lazio í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Cyril Ngonge jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og staðan 1-1 þegar enn voru tæplega 40 mínútur eftir af leiknum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli.
Eftir leikinn er Lazio í 4. sæti með 39 stig, einu minna en Roma sem er sæti ofar.