Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 10:46 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. „Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59