Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:50 Nadine syrgir son sinn Oleg Kunynets, einn fjölmargra hermanna Úkraínu, sem fallið hefur í innrás Rússa í austurhéruðum landsins. AP/Emilio Morenatti Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu. Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00